sunnudagur, mars 12, 2006

"You have the right to remain silent.."

Mig dreymdi svo hryllilegan draum um daginn. Fyrst voru fjögur börn að reykja allt annað en sígarettur á balli. Og ég varð svo reið að ég sló þau öll. Svo stóð ég inni á baðherbergi hjá vinum mínum með furðuleg skæri í hendinni og hugsaði með mér "Ég sturta þeim niður. Þá hlýt ég að komast upp með þetta". Ég fór í huganum yfir hefðbundna rannsókn mormáls og reyndi að átta mig á því hvort að lögregluna myndi nokkurtíman gruna mig. Og svo birtist fyrrverandi kórfélagi minn í svona hugsunabólu fyrir framan mig og sagði "Þú ert búin að komast upp með að drepa mig, en þú kemst ekki upp með að drepa systur mína!" Mig dreymdi ekki morðið sjálft en ég vissi að ég hafði myrt einhverja stelpu, Lárusardóttir var hún. Ég var reyndar vakin skyndilega, sem betur fer, en ég var kófsveitt, með gæsahúð og öran hjartslátt. Versta var að mér fannst ennþá eins og ég hefði myrt einhvern. Það tók mig um 40 min. að róa mig og sofna aftur.

Í nótt dreymdi mig hins vegar sjúklega skemmtilegan draum um Tyrfing, flygil, surfbretti og Brasilíu. Enda ekki furðulegt. Kvöldið var tryllt. Vann ljósmyndaprentara á árshátíð og dansaði af mér rassinn við rocabilly og surf á 11. Lengi lifi Curver og surfið! Hallelúja!

0 ummæli: