miðvikudagur, mars 29, 2006

Greyið litlu börnin
Við ávaxtaborðið í Haugkaup á Eiðistorgi

Móðir: "Og var gaman í heimilisfræði í dag?"
Sonur: "Nei við fórum ekki, kennarinn var í viðgerð"
Móðir: "Í viðgerð? Fór hann ekki bara til læknis?"
Sonur: "Nei, hann fór í viðgerð"
Móðir: "Já já, fór hann með bílinn sinn í viðgerð?"
Sonur: "Æ nei mamma! Skiluru ekki? Hann fór í viðgerð!"
Móðir: "Já en elskan mín, fólk fer ekki í viðgerð"
Sonur: "Jú, þessi kennari allavega. Hann var mikið bilaður"

0 ummæli: