fimmtudagur, mars 02, 2006

Enn af móður minni

"Nei Ragnheiður, þú mátt ekki stela úr H&M, það má ég bara gera" sagði móðir mín rétt í þessu. Hún meinti það og var m.a.s. að vísa í atvik sem átti sér stað í London í haust. Þá henti hún reyndar ránsfengnum, sem var stolið viljandi, í ruslið. Það var óviljandi. Um daginn stóð hún og eldaði kvöldmat með vespuhjálminn til þess að skemmta barnabarninu. Spurði svo hver ætti einhver miða og sagði "Ég get ekki lesið á hann því að gleraugun passa ekki innan undir hjálminn og það er svo mikil móða á glerinu". Ég skil alltaf betur hversvegna ég er eins og ég er í dag.

Annars er ég nýlent á landinu eftir yndislega dvöl í Kóngsins Kaupinhöfn. Karól, góður matur, hjól, mikið spilað af Marías, túristadagur, secondhand búðir, kaffi, bjór... Ég ætla s.s. ekkert að fara nánar út í það. Þetta er bara hið ljúfa ljúfa líf.

0 ummæli: