mánudagur, febrúar 06, 2006

Sönn saga

Gaui Litli sat við borðið, sem var sjáanlegt frá öllum stöðum í salnum, með silkiklút og kveikti sér í vindli með gull-zippokveikjara. Hann leit út eins og mafíósaforingi því að fólk snérist í kringum hann, hægri - vinstri. Svo kláraði hann allan sígarettupakkann minn með bjórnum sínum.

Seinna um kvöldið komumst ég, Elsa María, Gísli Marteinn og Richard Scobie að þeirri niðurstöðu að Geir Ólafsson hlyti að tússa á sig augabrúnirnar og skeggrótina með artline tússpenna. Enn fremur var Gísli Marteinn agndofa yfir Júróvisjón kunnáttu okkar Elsu (þó að ég hafi fljótlega áttað mig að það var aðallega Elsa sem átti heiðurinn) og var enn að kynna mig, viku seinna sem "Ragnheiður, hún og vinkona hennar vita sko allt um Júróvisjón. Það er ótrúlegt!"

Svo sat ég og borðaði kvöldmat með kynþokkafyllsta karlmanni Íslands samkvæmt hlustendum Rásar tvö og söluhæsta pötuútgefandanum um jólin. Eftir umræður um Eyva og klórsódavatn leit Garðar á mig, strauk mér um lærið og sagði "Ji, voðalega synguru fallega". Svo kyssti hann mig á báðar kinnar og sagði að ég væri engill. Og Gísla, sem kyssti mig einnig á þessar sömu kinnar, fannst leiðinlegt að ég ætlaði ekki með þeim í partý.

Skemmtilegt..

0 ummæli: