þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Misbehavin'

Þetta virðist ætla að verða að púnktabloggi (eins og ágætur höfundur Íslands hefði stafsett það). Svo að ég held bara áfram.

Plúsar
+ Birdie, nýjasti fákur heimilisins og minn besti vin þessa dagana
+ Öll börnin sem eru að líta dagsins ljós
+ Tónleikar síðasta laugardag
+ Kórpartý síðasta laugardag
+ Menningarnótt og megadiskópartý
+ Kojufyllerí að Túnfæti
+ Árleg Tapasferð okkar Karólar. Heimsmálin og bjórmálin rædd yfir rauðvíni og gúrmei
+ Nýja krotbókin mín "Leyniplan Ragnheiðar til að sigra heiminn". Nei, ég er ekki hætt að ræða þetta.
+ Eiginkona tímaflakkarans
+ Nýja Audrey Hepburn safnið mitt. Takk Ragnheiður B!
+ Nýja vinnan mín, ef að bæjarstjóri Seltjarnarness leyfir.

Mínusar
- Helvítis fokking tussu rokið
- Allir túristarnir sem þurftu akkúrat að taka mynd af mér á rassinum að labba inn í Hallgrímskirju (það var rok, ég var í pilsi)
- Bílarnir sem skvetta vatni yfir okkur Birdie
- Karól er haldin til Kaupmannahafnar. Ég vona að hún brenni ekki aftur (Kaupmannahöfn þ.e.a.s.)
- Ég sat föst í kórkjólnum mínum um daginn. Lítið fyndið.

Takk fyrir

P.S. Gummi, hætti að hanga á bloggum og farðu að læra krakkarassgat!

0 ummæli: