laugardagur, júní 28, 2003

Allt blogg næstu vikuna verður í skyndiformi eða e.t.v. ekkert. Ég var nefnilega að fá nýju Harry Potter bókina og býst við því að verða mjög þreytt í skírn Þolinmóðs á morgun og muni sjá skakkt því að ég veit ekki um gleraugun mín en ætla mér að lesa frá mér allt vit. Hér er þá fyrsta skyndibloggið.

Kvöldið, ég hef
sparkað í hurð og er nú hölt
+ hamið aftur af mér að henda desert í hrokafullan kokk
+ stungið hrokafullan yfirþjón í rassinn með gaffli
+ fengið nudd
+ fengið mikið af latte
+ þjónað leiðinlegu fólki
+ þjónað læknum
+ þjónað æðislegum dönum
+ fengið loforð um kærasta, gegn því að hætta að reykja
+ fengið Harry Potter í pósti
Ágætt kvöld, sættist við kokkinn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

I would like to exchange links with your site raggaplogg.blogspot.com
Is this possible?