mánudagur, júní 30, 2003

Af Þolinmóði og þynkunni

Ég er búin að sitja fyrir framan tölvuna í klukkutíma til þess að lesa öll bloggin sem ég er missa af og hugsaði að ég gæti bara alveg eins bloggað almenninlega fyrst að ég væri nú að hanga hérna. Svo að í kvöld verður í raun alvöru kaffi, ekkert skyndikaffi.

Þolinmóður hlaut nafnið Nökkvi Páll og ber það bara vel. Hann borsti allavega þegar hann var skírður. Það eyðileggur reyndar fyrir mér að skíra barnið mitt Rökkvi og ég var alveg búin að sætta mig við Þolinmóð.. það fer honum bara svo vel.

Ég hef ekki gengið í skrokk á mörgum kokkum undanfarið en mikið hefur verið gert grín að mér fyrir að verða reið um daginn. Þannig er það nú bara. Í kvöld þjónaði ég alveg bjútíföl Könum. Setningar eins og "Now aren´t ya just a doll sweetheart" gerðu það að verkum að ég gleymdi því að ég hefði verið nær dauða en lífi af þynnku fyrr um daginn og hló mikið í staðinn.

Ó já, ég var sko þunn. Af einhverjum ástæðum var ég þynnri en nokkru sinni fyrr. Ég svaf til 18:15 og fór þá í vinnuna. Upphaf þynnkunar átti sér stað í gærvköldi hjá Halldóru þar sem eitt heljarinnar partý var í gangi. Á Ölstofunni hitti ég Kalla og Karól. Kalli verður á eftir fjarlægður af bjórskuldaranum. Nana stóð sig með prýði sem barþjónn og ég laug að misheppnuðum málara sem á Parketsöluna. Hann hélt því fram að Karól liti út eins og æskuástin sín en ég var dugleg að benda honum á það að hann gæti verið pabbi hennar. Auk þess sagði ég honum að hún héti Jónína Karól og væri kærastan han Róberts.. svo talaði hún líka Karólsku svo að hann gæti ekkert haft samskipti við hana. Ég hitti líka Skjöld og bað hann afsökunar á því að hafa kveikt í stundartöflunni minni inni hjá honum fyrir tæpum mánuði síðan. Hann fyrirgaf mér. Af einhverjum fullum ástæðum endaði ég með hópi kvennskælinga, einn blikkaði undarlega. Við röltum niður Laugaveginn þar sem ég barði fólk í gríð og erg með regnhlífinni minni. Og fyrir utan Prikið myndaðist eitt heljarinnar reunion úr Valhúsaskóla. Þarna voru samankomnir einir 8-12 fyrrverandi Valhýsingar. Eftir það dró ég Kristján með mér bak við bílastæði hjá MR þar sem ég lét hann geyma regnhlífina og ég pissaði. Síðan hitti ég norðmann sem söng fyrir mig og öfugt auk þess sem að ég hitti heilan helling af fólki sem að ég þekkti á mínum æskuárum. Nokkuð merkilegt það. Ég sofnaði s.s. blindfull og leið svo sannarlega fyrir. Og nú vil ég bara fara að lesa Harry Potter. Á morgun ætla ég mér að fara í sund. Ég hef reyndar ætlað að gera það í tæplega 3 vikur svo að ég ætla ekki að hafa of fögur orð um það. Góða nótt kæru lesendur, megi bloggið ævilangt lífga upp lífið.

0 ummæli: