sunnudagur, apríl 27, 2003

Ég mæli með...

... stefnumóti með Michael Moore
Ég get allavega ekkert sagt nema að það er rosalegt. Ég hef ekki grátið í bíó síðan á Titanic en í kvöld breyttist það. Auk þess hló ég, sat agndofa og hneykslaðist. Allir eiga að sjá þessa mynd, takk fyrir.
... appelsínugula hlutanum í gulum melónunum
Bragðið er sætt, melónan er mjúk, upplifunin er himnesk og maður verður ekki of saddur.
... þessari síðu
Þ.e.a.s. þegar hún opnar. Þarna er hann Alli frændi minn að taka myndir.


Ég mæli ekki með...

... súkkulaðiplástrum
Öll höfum við heyrt um nikótínplástra. Þessir virka eins nema fyrir þá sem eru háðir súkkulaði. Þvílíkt rugl og endemis vitleysa
... litlum lærdómi
Sálarangistin sem fylgir á eftir öllu djamminu er svo sterk að maður trúir því næstum að þetta hefði kannski ekki borgað sig.

0 ummæli: