þriðjudagur, apríl 22, 2003

Dýrahald

Margir eru að opna Justin Timberlake skápinn. Til hamingju kæru félagar!

Ekki skil ég öll þessi undarlegu dýr sem hafa verið hjá mér í garðinum síðustu daga. Fyrst ber að nefna öll þessi börn sem hlaupa um og henda boltum í stofugluggann. Í haust gerðist það svo að hvít kanína birtist hér í garðinum og hefur hún vanið komur sínar hingað. Um jólin kom í ljós að hún býr hér ská fyrir neðan og eigendurnir leyfa henni að vera lausri þegar hún vill. Mér finnst þessi kanína vitlaus. Kettirnir tveir, sem búa hér í húsinu og fá oft kattamat með kanínubragði, renna hýru auga til hennar og oftar en ekki þarf ég að spretta út í garð til þess að reka köttin burt og kanínuna heim. Þá hefur kötturinn sett sig í veiðihug. Við köttinn segi ég "Farðu heim og éttu það sem er nú þegar dautt fyrir þig" en við kanínu segi ég oftast "Vilt þú fara heim til þín góða og vera þar". Klukkutíma seinna er kanínan komin aftur og kattamaturinn liggur óhreyfður. Fussum svei. Þó gerðist hið stórmerkilega í gær að hvít rjúpa gekk hér þvert yfir garðinn, með fram húsinu, yfir götuna og upp í holt. Ég stóð gáttuð, horfði á og kallaði á hana móður mína til þess að sjá rjúpuna. Ekki vitum við hvert hún var að fara eða hvaðan hún kom, en svo mikið er víst að hún hljóp hér fram hjá og var enginn köttur frá okkur útivið til þess að ráðast á greyið. Sem betur fer!

Í dag er ég svo búin að fara marg oft ofan í bláa tunnu til þess að æfa dimmisjónatriðið.. meira af því seinna.

0 ummæli: