miðvikudagur, janúar 22, 2003

Ég fann ógeðslega síðu á netinu.. hver í andskotanum gerir svona? 'Art of self-destruction'.. emm? "Vá, rosalega eru svipuförin þín orðin falleg. Minna mig bara á Picasso þegar hann var upp á sitt besta".. eða ekki! Er ekki nóg af svona eða svona börnum í heiminum? Afhverju gerir fólk þetta þá? Jú jú, þetta er alveg satt, alltaf sama gamla tuggan aftur og aftur en samt er breytist voða fátt, börnin svelta ennþá heilu hungur á meðan við rúllum um eftir jólin. Ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að við eigum að hætta að halda jól og fara að senda 50% af öllum okkar peningum til 3. heimsríkjanna (þó að það væri nú ágætis hugmynd á sinn hátt). En afhverju gerum við samt ekki neitt?
Mér líður bara eins og ég sé lítil baun, fyrir utan það að ég er ekki étin. En ég get ekki gert neitt! Algjörlega peð á plánetunni jörð. Djöfulsins helvíti! Og klukkan er orðin svo margt að ég get ekki einu sinni byrjað á svona heimsku eða svona!

0 ummæli: