föstudagur, janúar 24, 2003

Er þetta ekki orðið gott?

Enginn skóli í dag, átti bara að vera í stærðfræði en í staðinn var skólafundur svo að ég svaf bara (þó að ég hafi ætlað mér á skólafundinn). Svo fór ég á Torvaldzen og ætlaði að kynna Ragnheiði B fyrir Torvaldzen kökunni (sem samanstendur af sykri, rjóma og sykri og allir sælkerar ættu að smakka) og hitti þar fyrir Yngva sem á einmitt afmæli í dag (alveg eins og Nína). Þrefalt húrra fyrir því!

Svo fór ég á kóræfingu. Við sópranar erum aðallega að syngja a og h (ef einhver skilur ekki þá er það s.s. mjög mjög mjög hátt, sérstaklega ef að maður er ekki búin að hita upp). Ég ætla hér með að biðja allar alta----r fyrir hönd allra sóprana að éta sokkana sína, helst eftir þriggja vikna notkun. Jújú, þetta var mjög fyndið fyrst, það er alveg satt, enda bara tíst og skrækir. En þetta er erfitt og hljómar illa og er ennþá erfiðara og hljómar ennþá verr af að þið (helví---) hættið ekki að flissa og hlæja að okkur. Ég minni ykkur á að við flissum ekki að andskotans baulinu í ykkur!

Með von um góðan þroska
Ragnheiður

0 ummæli: