föstudagur, október 01, 2004

Ljótt

Skemmdi bloggið mitt. Kann ekki að laga það. Hjálpa mér..

Var að horfa á kappræður Kerry og Bush. Fyrir stundu síðan var Bush (a.k.a. big stupid potatohead) að gagnrýna fyrrverandi forseta Bandaríkjana (a.k.a. Clinton) fyrir innrás sem hann stóð fyrir í ákveðið land (a.k.a. sem ég missti af hvað hét). Bush taldi að Clinton hefði farið ranga leið og sagði: "He had innocent schoolchildren gunned down" (fyrir þá sem ekki skilja, sem eru engir: "Hann lét skjót saklaus skólabörn"). Er ég að misskilja eitthvað en lét Bush ekki skjóta saklaus skólabörn líka? Og reyndar bara aðallega saklaust fólk ef út í það er farið? Einnig var skemmtilegt að heyra þá bara tala um hvernig þeir ætluðu að afvopna önnur lönd, koma í veg fyrir framleiðsu á kjarnorkuvopnun (.e.t.v. svo að Bandaríkin geti yfirtekið framleiðsu á kjarnokruvopnum?), bæta og styrkja herinn, uppræta hryðjuverk í útlöndum til þess að Bandaríkjamenn gætu lifað friðsælu lífi heima fyrir, halda áfram öflugum þjóðarvörnum (líklegast með því að halda áfram að dæla pening í vopnaframleiðsu Bandaríkjanna) og fleira ofbeldisfullt, blóðugt og hræðilegt. Skemmtilegt tilbreyting því þeir minntust ekkert á þessi venjulegu heiti; lækka skatta, bæta heilbrigðiskerfið, leikskólapláss fyrir öll börn, betra skólakerfi, vernda nátturuna o.s.frv.

Eða bíddu. Nei það var ekki skemmtilegt. Það gerði mig eiginlega bara hrædda.

0 ummæli: