Sinn fífil fegurri..
Seint á sumrin verða fíflarnir að hvítum blómum. Ég hef reyndar aldrei skilið þá þörf hjá fólki í að eitra garðinn sinn með sérstöku fíflaeitri. Mér finnast fíflar bara ekkert ljót blóm. Það er gaman að búa til krans úr þeim og þeir eru fallegir á mannahausum. Auk þess eru svo fallegt að sjá risastóra. skærgula fíflabreiðu. Þá er sumarið komið.
En nóg um það, sumarið er farið. Ef það var ekki farið þá fauk það allavega burt í dag. En snúum okkur aftur að hvítu blómunum. Flestir hafa óskað einhvers með því að blása burt öllum fræjunum. Þetta virkar þó ekki svo vel, allavega ekki hjá mér. Ég fékk t.d. aldrei Nintendo tölvuna sem ég óskaði mér (þetta mun sitja brennt í mér þangað til ég dey. Helvítis Nintendo tölva), ég fékk ekki alla kærastana sem ég óskaði mér, ég fékk ekki stærra herbergi né stórt barbíhús, ég fékk ekki frið í heiminum né sól allan ársins hring o.s.frv. Og ef óskin hefði einhver tíman átt að rætast þá er ég búin að drepa það núna því maður á víst aldrei að segja hvers maður óskar sér.
En nóg um það. Ég veð víst alltaf úr einu í annað og tala miklu meira en æskilegt er. Upphaflegur tilgangur þessarar færslu var nafn þessara hvítu blóma. Fyrir mér hafa þau alltaf verið blásiblóm, blásturblóm eða dauður fífill. En hvað heita þau aftur í alvörunni. Samkvæmt fræðilegu heiti?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli