Mér finnst eiginlega eins og jólin séu búin því að kórinn var að syngja í jólamessu fyrir sjónvarpið á miðvikudaginn. Mér líður svona eiginlega eins og ég hafi verið mjög leiðinleg þetta árið og enginn vildi gefa mér jólagjafir og þess vegna séu jólinn bara búin!
Annars fór ég á Coldplay í Höllinni á fimmtudagin. Það var gaman þó að rokkfélaginn minn hún Anna Pála hafi komið eftir eitt og hálft lag hjá Coldplay og Yngvi, ekki lengur verðandi rokkfélagi, hafi svikið Rokkfélagið. Crowdið var mjög skrítið, ég og Anna Pála vorum að troða okkur í gegnum allt og þá pikkaði einhver stelpa í mig og bað mig að færa mig "Ég var sko ekki að hleypa ykkur til þess að þú gætir staða fyrir mér". Ég var ekki alveg að skilja en ákvað svo að þetta hefðu verið fyrstu tónleikarnir hennar þar sem ekki voru sæti og enginn var að spila á blokkflautu og brosti þess vegna mjög fallega til hennar. Svo stóð gamall kall við hliðina á okkur og söng hástöfum með öllum lögunum.. eða já söng ekki, frekar svona rammfalskt jóðl. En Coldplay voru mjög góðir og Chris Martin mjög sætur (slefi slefi) og allir mjög glaðir held ég (nema kannski stelpan sem hefur bara farið á blokkflaututónleika).
Jæja, ég er farin að kaupa jólagjafir og að vinna.
Bless kex ekkert rex...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli