*geisp*
Ég er þreytt og ég lykta eins og skata. Ég er svo þreytt að ég gæti alveg trúað því að ég væri skata.. Ég er skata. Ég var nefnilega að vinna í skötuhlaðborði frá því klukkan 10.00 í morgun. Það byrjaði reyndar ekki klukkan 10 í morgun en ég lykta samt eins og skata þrátt fyrir það. Það er vond lykt af skötu. Og það er vond lykt af mér. Mér finnst að jólin eigi að vera þannig að maður vaknar klukkan 10.00 og horfir á teiknimyndir til 15.00. En ekki að vakna klukkan 8:30 til að stunda fjáröflun fyrir leikfélagið. Ef að einhver er á síðustu stundu þá er hægt að panta jólasvein núna og til 13:30 á morgun á lfmh@nfmh.is (allir að panta).
Ég fór á æfingu uppí dómkirkju á sunnudagskvöldið. Ég hugsaði "þarna er Björg. Auðvitað, hún er hér en ekki í Brussel." Svo hugsaði ég "Björg!!" og svo gólaði ég "Björg!!" Þá hafði Björg barnapía komið heim um jólin og enginn vissi. Gaman gaman. Við fórum að rölta á Laugaveginum í leit að jólagjöfum en enduðum að máta föt fyrir okkur sjálfar. Skrítið þetta stelpu líf!
Jæja börnin góð, minns vill lúlla en fyrst... Gleðileg jól og megi þið hafa það gott, borða mikið og horfa á mikið að teiknimyndum!
P.S. ég vil sko taka fram að myndin af mér og Björgu gefur einstaklega óraunhæfa mynd af mér og Björgu í lifanda lífi.. svona lítum við bara út í Skotlandi hellidembu og hopp í hvern einasta poll... bara svo allt sé á hreinu!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli