Jólin, Jólin alls staðar...
Vei vei, í dagurinn í dag heitir ekki-gera-neitt-nema-borða-nammi-og-horfa-á-vídjó-dagurinn. Ég er m.a.s. komin með jólanammibumbu! Vei! Jólasveinaþjónustan gekk vel. Það var óneitanlega mjög skemmtilegt að vera bílstjóri þriggja jólasveina, þeir skemmtu mér mjög vel. Ég fékk m.a.s. hreindýrahorn til að vera eins og Rúdólf.. reyndar ákvaðum við að það væri frekar við hæfi að ég héti Rúda, ekki af því að ég er jafn breið og stór eins og rúta.. æ ég ætla ekki að útskýra brandarann fyrir ykkur ef að þið skiljið hann ekki :) Annars er ég bara að leika mér í nýju tölvunni minni. Mér finnst hún mjög fín nema að það er ekki búið að setja íslensku takkana á hana og þessvegna er svolítið erfitt að skrifa á hana. Ég er samt að verða mjög góð. OK, ég er að skreyta svolítið. ÉG á ekki beint tölvuna, heldur pabbi, ég er bara að leika mér í henni og ímynda mér að ég eigi hana.
Voru ekki allir fyrir framan sjónvarpið klukkan 22.00 í gær til þess að horfa á hina ægifögru kóra Hamrahlíðarkórinn og kór menntaskólans við Hamrhlíð syngja aptansöng? Við erum sko strax búin að fá fullt að tilboðum, að leika í nýju LOTR myndinni og margt fleira.. bíðið spennt eftir framhaldinu..
Allavega, klukkan er að verða 20.00 á jóldag og ég er ekki búin að horfa á eina teiknimynd! Skammi skamm! Ég hugsa að ég dragi fram Pétur Pan og fari að glápa með macintosh (fartölvu og nammi) og jólaöl.
Bless bless og gleðileg jól.. :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli