fimmtudagur, janúar 01, 2009

Persónulegur annáll Ragnheiðar árið 2008
Kreppulaus með öllu

Margt bar á góma á þessu ári. Margt mjög gott, margt gott, margt allt í lagi og sumt ekkert spes. Hér er einungis brotabrot af öllu því sem gerðist á þessu ári.

Gleði ársins
Elsku Pálmi Gunn. Það mun aldrei gerast að ég muni ekki hugsa til baka og fara að brosa


Fréttir ársins
Björg og Binni eru par,
kyssast bæði hér og þar
og eignast bráðum eitt lítið

Verstu fréttirnar
Litli frændi minn, hann Bjarni Páll, féll frá á þessu ári. Hann var og verður fegursta hetja sem ég hef þekkt.

Myndasería ársins
Engar myndir hafa slegið jafn mikið í gegn og maddömumyndinar, enda eru þær snilld


Vefsíða ársins
Facebook hefur gert mannleg samskipti gjörsamlega óþörf. "Já ég vissi það, ég sá það á Facebook"

Tónleikar ársins
Að vanda hafa þeir verið ófáir. Náttúrutónleikarnir koma vissulega sterkir inn en enn eitt árið sigrar Hamrahlíðarkórinn. Ég á erfitt að gera upp á milli Konunglegu óperunnar í Kaupmannahöfn eða Notre Dame og Invalides í París. Þó verð ég að segja að það gerist sjaldan en það gerðist í Invalides að ég sjálf fékk gæsahúð á tónleikum.

Pólítík ársins
Þó að það sé úr mörgu að velja þá stendur Obama klárlega uppúr.

Slott ársins

Hér er enginn tilnefnd nema Leifsgata 10, að sjálfsögðu. Fyrst í umsjá okkar Vignis en svo ákvað ég að gerast einstæð móðir og er það gott. Sambúðin er sæt, enda er Leifur þægur og góður, nema þegar hann baðar sig ekki.

Nágrannar ársins
Þó svo að flest allir mínir nánustu vinir búi í innan við 7 min. göngufæri frá mér þá eru nágrannarnir á Leifsgötu 5, 3.h. t.h. í sérstöku uppáhaldi. Þær eru svo nálægt og leyfa mér, öryrkjanum, að koma og baða mig og borða allt nammið þeirra

Drykkur ársins
Comsó blandað af homma-elegans

Helgi ársins
Páskahelgin stórgóða á Vestfjörðum í samfloti við Valdísi, G.Kri, Saló, MaHa, Aron, Hrafnhildi, Hörpu og Aldrei fór ég suður. Eftirköstin voru þó ekki jafn gleðileg en útséð er hver fær ekki að elda á næsta ári.

Kombó ársins
Maddömukvartett og maddömutríó Hamrahlíðarkórsins.

Grín ársins
Morgunblaðið, 19. nóvember 2008
Guðmundur Kristján Jónsson, 40 ára



Guðmundur verður erlendis á afmælisdaginn, föstudaginn 14. nóvember. Allar gjafir og öll blóm eru afþökkuð, en bent er á Tröllin, Vini kóranna í Hamrahlíð.

Uppgötun ársins
Þrátt fyrir alla lífsgleði er ég orðin of gömul til þess að vera í unglingapartý og er það miður.

Vídjó ársins
Já já, Kakó verður örugglega brjáluð. En ef þið þekkið Kakó þá er þetta mögulega það fyndasta sem nokkru sinni hefur stigið fæti inn fyrir dyr veraldarvefsins



Orð ársins
Æ, þetta átti að vera alfarið kreppulaus póstur en hvaða orð gæti mögulega unnið "Kreppa" í keppninni orð árins?

Blogg árins
Tjah, klárlega ekki mitt eigið allavega..

Ég óska lesendum öllum gleðilegs nýs árs og strengi hér með tvö áramótaheiti á veraldarvefnum.

1. Ég heiti því, fyrir sjálfa mig, að blogga oftar. Það er gott að geta litið aftur í tíman og séð hvað hefur orðið á vegi mínum undanfarin ár

2. Yfirskrift ársins 2009 mun verða "Gerðu það vel. Gerðu það með elegans"

SKÁL!

0 ummæli: