laugardagur, desember 03, 2005

Overload?

Síðasta vinnuvika hefur verið hrein geðveiki. Ég vann eitthvað um 70 tíma og var veik fyrri hluta vikunnar, þó að ég hafi mætt í vinnuna. Einn morguninn skildi ég engan vegin hvers vegna kaffið var ekki svart, ekki fyrr en ég áttaði mig á því að ég hafði ekki sett neitt kaffi í kaffikönnuna. Eftir að hafa hellt uppá alvöru kaffi ætlaði ég að fara í vinnuna og gekk út úr húsi, skólaus. Ég fór inn og í skó og út í bílskúr að sækja hjólið. Var að reyna að átta mig á því hvað væri svona furðulegt við hjólið og fattaði loksins að það var ekkert stýri á hjólinu.

Á fimmtudaginn misstum ég og samstafsmaður minn (ójá, ég er svo ógurlega formleg) það gjörsamlega. Við stóðum ein í félagsheimili Seltjarnarness með harmonikku/samkvæmitónlist í botni og sungum hástöfum í tvo hljóðnema. Textinn var búinn til á staðnum og var með öllu bjúrífúl. Hann verður þó ekki hafður eftir hér. Seinna, seint um nóttina, lékum við okkur við gínu sem var hrókur alls fagnaðar. Hún missti sí og æ hendurnar, handleggina og hárkolluna. Að auki var hún látin standa í ótengdu klósetti, káfa á sjálfri sér og öðrum og leika hinar ýmsu listir sem gínur einar geta.

Helgin fer einungis í afslöppun. Átti hin besta dag í faðmi litlu fallegu fjölskyldunnar á Hrísateignum, rölti Laugaveginn og bjó til jólagjafir. Glorious! Bjúrífúl!

0 ummæli: