Af jólum
Please notice, illa skrifuð færsla
Þegar ég var yngri var ég rosalegt jólabarn. Ég man t.d. að í 9. bekk tók ég mig til í október og skreytti skólatöskuna mína, saumaði einhvern ógðeslegan rauðan hlírabol með hvítum loðkannti og bjöllum og hengdu upp alltof mikið af marglitum jólaseríum í litla herbergið mitt. Undanfarin jól hafa svo alltaf verið haldin í flýti. Ég hef verið í prófum, að vinna á Brekkunni eða í fjórum vinnum eins og síðustu jól. Jólagjöfunum hefur verið hent í bónuspoka, bundin saman með garni, jólaseríurnar eru enn að safna ryki frá því um árið og ég hef alvarlega íhugað að senda út öll jólakortin sem að ég skrifaði árið 2000 og fór aldrei með út á pósthús.
Í ár er ég hins vegar aftur orðin einlægt jólabarn. Ég hugsa m.a.s. að ég hafi tekið þetta skrefinu of langt. Ég er búin að kaupa meiri hluta jólagjafanna. Um daginn fór ég inn í Pennann og bað um jólapappír, alveg eins og þann sem að ég hafði keypt í fyrra. Í gær kláraði ég að búa til meiri hluta jólagjafanna og ég missti mig gjörsamlega og pakkaði þeim inn. Það er 8. desember. Og ég er búin að pakka inn jólagjöfunum.
Það eina sem vantar í alla þessa geðveiki er besti jóladiskur í öllum heiminum, Kósý Jól. Hann er týndur svo að ef að einhver á hann og vill deila honum með mér þá verð ég hamingjusamt jólabarn.
Reyndar er ég að búa til jólakort. Mér finnst þau alveg sjúklega fyndin. Ef að einhver vill jólakort skiljið þá eftir nafn og heimilisfang hér að neðan og skal senda ykkur huglæga jólakveðju með ósk um farsælt komandi ár og blóm í haga (ég er ekki að grínast).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli