Trylltir tímar
Hljómar óneitanlega eins og unglingabók eftir Þorgrím Þráinsson
Það tekur víst meiri tíma en ég áætlaði að vera í fjórum vinnum. Tryllt að gera, en það er bara betra. Svo þarf maður auðvitað reglulega að syngja með sinfó og svona sem tekur líka sinn tíma. Erfitt að vera eftirsótt. Um helgina var ég að vinna á skemmtistað (vinnu fjögur) og dyraverðirnir þurftu að bregða sér frá að leysa slagsmál. Ég stóð í hurðinni á meðan og fylltist dyravarðakomplexum og spurði alla um skilríki. Ég hleypti þessum inn; kona fædd 76, maður fæddur 75, kona fædd 70 og maður fæddur 68. Mikið vald það. Ég held reyndar að ég hafi unnið yfir mig málfarslega séð (þó að ég efist nú um að í mínu tilfelli sé það hægt).
Í Pennanum, að hringja í Eymundsson í Kringlunni
Ragnheiður: "Já hæ, ég er að hringja frá Kringlunni í Smáralind"
Í Pennanum, of utan við mig til þess að lesa upphæðina sem viðskiptavinurinn á að greiða, 98 krónur. Segi þess vegna síðustu tölu.
Ragnheiður: "7.598 krónur
Viðskiptavinur: ".... ha?"
Á Lækjarbrekku, að redda einhverju steikingarrugli fyrir ameríkana. Hef ekki tíma til að tala og ákveð því að tala bara mitt eigið mál
Viðskiptavinurinn: "Thank you so much. This is just perfect. Wonderful.
Ragnheiður: "Nb roglsmen" (átti að vera "No problem")
Í Pennanum að afgreiða mann sem vill nótu. Fyrir aftan mig eru samstarfsmenn að ræða um hver vill fara í mat
Ragnheiður: "Viltu fara í mat?"
Maður: "Vil ég fara í mat?"
Ragnheiður: "Ha já... nei ég meina, viltu kennitölu á nótuna?"
Annars er spurning dagsins þessi: Grænland tilheyrir Danmörku sem er landafræðilega staðsett á svæði "65 króna frímerki". En grænland sjálft er landafræðilega staðsett utan Evrópu, "90 króna frímerki" svæðinu.Hvernig frímerki á að setja á bréf sem fara til Grænlands? (Ég veit ekki svarið sjálf)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli