Af nýrri vinnu
Ég hef hafið dagvinnu. og ég er að reyna að finna upp eitthvað númerasystem á þessar þrjár - fjórar vinnur mínar, vinna eitt, vinna tvö o.s.frv. En dagvinnan er í bókabúð og er frábær. Ég er að líma allan daginn og raða í hillur á milli þess sem ég brosi og er sæt.
Mamma og dóttir í barnabókardeildinni. Af einhverjum ástæðum vill mamman ekki kaupa bók heldur vídjóspólu handa stelpunni, en hún vill frekar bókina Amma og þjófurinn á safninu.
Dóttirin: "En mamma, mig langar ekkert í vídjóspólu. Mig langar í þessa bók"
Mamman: "Nei, það eru að koma jól. Þú mátt fá vídjóspóluna"
Dóttirin: "En mamma, þessi bók fjallar um að leysa vandamál og það er ótrúlega gott fyrir mig að lesa hana. Ég ætla nefnilega að verða lögregla þegar ég verð stór!"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli