Smá um Heiðar
En ef ég væri karlmaður þá héti ég Heiðar Páll Sturluson og væri örugglega hommi.
Ég verð ekki hissa ef ég breytist í karlmann eftir þennan mánuð. T in the Park var að sjálfsögðu mikil karlmannssprauta. Ég gerði reyndar einu sinni heiðarlega tilraun til þess að taka til tómu bjórdósirnar en úr varð bjórdósakastskeppni. Þegar strákarnir voru farnir að spyrja mig út í hvaða klósett væri best til þess að kúka í þá vissi ég að ég væri ein(n) af þeim. Það var nánast gert grín að mér þegar ég fór í pils og setti á mig hálsmen. Og núna eru allar konurnar í vinnunni í sumarfríi og ég er ein með 7 karlmönnum, allan daginn. Ég er orðin vön því að tala um fótbolta, sætar stelpur og óþægilegar karlmannsnærbuxur. Ég veit alltaf hvar Bleikt og Blátt blaðið er og hef vit á því að nota ekki staffaklósettið því enginn þeirra getur pissað beint í klósettið né tekið upp setuna. Ég er orðin ónæm á alla tá- sem og svitafýlu og efast um að mér finnist grófasti klámbrandarinn slæmur. Mér finnst ég hægt og smátt vera að breytast í karlmann en mér finnst bara miklu betra að vera kona. Ætli það séu til lyf við þessu? Kannski læknast þetta ef ég kaupi mér fleiri skó.
P.S. Þakkir helgarinnar fá Atli Viðar, Gummi Hola og Dúllí fyrir krezí parte. Atli Jesú fyrir skutlið. Villi fyrir öll trúnóinn. Högni og Andri E fyrir fyndnasta slag sem ég hef séð. Andri E fyrir að vera fyndin ("Hneppa hvaða skyrtu að hverju Högni??"). Tyrfingur fyrir allar ástarjátningarnar. Atli Már fyrir að dansa hálfnakinn um götuna. Og mest af öllu Karól mín sæt og fín fyrir að leyfa mér að búa hjá sér alla helgina. Og til að toppa væmnina þá allir hinir líka...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli