Misskilningur
Í gær fékk ég að heyra það í líklegast fimmtugastaogannað skiptið að ég líkist Scarlett Johansson. Þetta er að sjálfsögu ekki rétt. Stúlkan er meira en árinu yngri en ég og það er því hún sem líkist mér, en ekki öfugt. Það er því ég sem upphaflega ber af mér þennan gríðarlega kynþokka og leiklistarhæfileika, auk þess sem það er upphaflega ég sem er svona ákaflega falleg. Já, ekki leiðum að líkjast fyrir hana!
Og fyrir Björgu og Ragnheiði Eitt þá ætla ég að blogga aftur í kvöld. Þá hafa þær eitthvað að gera í vinnunni á morgun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli