OK, andskotinn hafi það.
Ég gafst upp á því að halda uppi þáttaröðinni óspennandi "Þetta ku vera leiðinlegt blogg". Líf mitt er svo snautt öllu öðru en vinnu að ég hef ekki einu sinni neitt leiðinlegt að skrifa um. Í staðinn hef ég ákveðið að nota kraftana í eitthvað annað og hef hafist handa við að skrifa handbók. Handbók þessi hefur enn ekki hlotið nafn en er byggð á mínu innihaldslausa lífi þessa dagana.
(Eftirfarandi texti er lesinn með röddu sem hljómar líkt og röddin í konunni sem les alltaf upp vinningana í Éttu Betur) Handbókin er leiðari fyrir hinn almenna íslending um hvað má og má ekki sem viðskiptavinur á veitingarhúsum. Bókinni er skipt niður í kafla með myndskreytingum og ljósmyndum til þess að gera hinum almenna borgara kleift að skilja til fullnustu þá list sem felst í því að vera viðskiptavinur. Plöggútgáfur gefa bókina.(Hér hættir svo Éttu betur vinninga röddin)
Ég hef verið dugleg við það að krota niður undanfarna daga hvað viðskiptavinir hafa gert rangt eða rétt. Blokkin mín, sem venjulega er öll notuð til þess að skrifa niður pantanir, er nú skipt í tvennt, fremri hluti er brúkaður til upprunalegs tilgangs og aftari til þess að vinna að handbókinni. Bíði spennt, kæru lesendur, röflið mun brátt koma á prenti...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli