"Þetta ku vera leiðinlegt blogg" - Episode two
Um dagin fóru mamma og pabbi í sumarbústað. Ég setti svört föt í þvottavélina. Þvottavélin þvoði í meira en 24 tíma, hún var örugglega biluð. Þegar ég tók úr þvottavélinni þá sá ég að bláar nærbuxur höfðu flækst með og þær voru nú orðnar gráar og teygjan var ógeðslega ljót. Mér er samt alveg sama því að það á enginn að sjá nærbuxurnar og ef einhver á að sjá þær þá á maður að vera í flottum nærbuxum. Ég hef samt aldrei litað hvítan þvott bleikann en einu sinni, þegar ég var í Danmörku í sumarbúðum, þá var strákur sem setti alla liti saman í vélina. Svo hætti hann að þvo og fór bara að fara í öllum fötunum sínum í sturtu. Svo fór hann bara úr hægt og smátt alveg þangað til að öll fötin höfðu verið skoluð nóg og hann var orðin ber. Þá átti víst allt að verða orðið hreint. Annars veit ég ekkert um það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli