5 minútna heimsfrægð
Endur fyrir löngu, eða fyrir rúmum fjórum árum síðan, var ég stödd í Bandaríkjunum. Þar var ég í sumarbúðum á vegum CISV sem JC (ég nenni ekki að útskýra þetta fyrir ykkur, lesið ykkur bara til um þetta). Af einhverjum ástæðum var ég send í útvarpsviðtal. Ég man ekki hvað þátturinn hét en ég býst við að hann hafi heitað "Ya'll folks doin' fine?" eða álíka. Ég man samt að útvarpsmaðurinn talaði rosalega hratt, rosalega mikið og með rosalega miklum Elebema hreim. Og hér fer sagan af mér í útvarpinu (E er útvarpsmaðurinn, E stendur fyrir Elebema. Í er ég og í stendur fyrir íslendingur)
E: So miss in the middle, what´s your name?
Í: Mæ neim iss Ragnheiður
E: Aragnid? That means a spider here in the States!
Í: Vell, nó itss ektjsúllí öö hérna..
E: So, Aragnid, where are you from?
Í: Æm fromm Æsland
E: So you´re a big fan of Bedjork (átti víst að vera Björk)
Í: Vell nott rillí, æ mín.. (hér átti að koma: Æ læk hör, bött æm not a bigg fen)
E: So you don´t like her! Now that´s strange! Anyhow, what´s Iceland like? Cold?
Í: Nó, nott olveis, ví hev sön end it dossnt snó all jír bött it reins kvæt.. (a lott átti ég eftir að segja. Ég meina, hann spurði um veðrið!)
E: Anyways, what do you find the biggest difference between Iceland and The States
Í: (Hér var ég komin í bobba. Ekki gat ég sagt við manninn að mér finndist fólkið ógeðslega feitt, ofverndað og yfirborðskennt. Eða að allur maturinn væri genabættur og óhollur. Það eina sem að mér datt í hug var) ðö tóíletts..
E: What on earth do you mean? The toilets?
Í: Jess, jú dónt hev ení seats (Hér skal tekið fram að ég gisti í skóla. Þar voru klósett eins og á Leifstöð, setan nær ekki allan hringinn, er eins og skeifa, það er ekkert lok og allt sturtast niður í einu, klósettið tæmist algjörlega. Þetta þóti mér asnalegt)
E: Yes we do have seats!
Í: Vell, æ mín, jú dónt hev ení.. öö kovers. End ðö tóíletts ar verrí bigg.
Hér endaði maðurinn viðtalið. Það þarf vart að taka fram að ég fékk marga klósettbrandara það sem eftirlifði sumars. Og ég drap mín 5 mínútna heimsfrægð, allavega í Tennesee og nágrannafylkjum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli