föstudagur, apríl 25, 2008

Plús og mínus
Back to basics. Það er klárlega langbest að blogga í listum

Plús

+ Space Disco. Ég er sjúk í það. Stefni á Space Disco kvöld þó að ég hugsi að það myndi stúta ferlinum. Þar af leiðandi plús fyrir...
+ .. YouTube.
+ Eilífur meðvindur. Ég hjóla eins og enginn sé morgundagurinn
+ Kreppa með jákvæðu hugarfari. Ég er að gera góða hluti í kreppunni. Fór í klippingu og litun í gegnum krókaleiðir og borgaði 2800 kr. Keypti mér fjóra kjóla á 2500 kr. Búin að túra Koló og gera stórkaup á ýmsum sviðum.
+ Sushi. Kemst ekki í gengum laugardaga nema að fá sushi. Það er að setja mig á hausinn. OK, ég dreg það til baka að ég sé að gera góða hluti í kreppunni.
+ "Take two: Bóndadagur" Síðasta miðvikudagskvöld með Bó, Binns og Tobbster. Það er oftast best að subba bara heima langt fram undir morgun.
+ Að vera edrú um helgar. Það er alveg hægt og bara frekar næs stundum (þó ekki fram úr hófi).
+ Mini Halló Akureyri fyrir um viku síðan. Ég tók Pálma að sjálfsögðu á melódíkuna og klámskáldið Guddu og í staðinn lenti ég á megaséns með 67 ára kempu. Skál fyrir mér! Það er enn von
+ Smack the Pony. Vignir fann gamlar VHS spólur (formuni!) heima í Hafnafirði. Fokk sjitt það er fyndið. Ógeðslega fyndið.
+ Framtakssemi. Ég fór t.d. á fund með bæjarstjóranum um daginn að mínu frumkvæði. Ég þurfti aðeins að leggja honum línurnar. Ég var að vona að hann myndi bjóða mér í flokkinn. Það gerðist nú ekki en ég var samt fáránlega töff.

Mínus

- PC tölvur og Windows. Brenniði í helvíti fokking drasl!

0 ummæli: