föstudagur, mars 31, 2006

Óeðli

Ég hef áður bloggað um óeðli sem vill stundum ná tökum á mér. Eins og þegar mig langar að pissa í sundlaugina áður en ég fer uppúr og hlægja að hinu fólkinu sem syndir í pissinu (þó að það sé örugglega nú þegar að synda í pissi). Eða skyrpa í hendina á mér áður en ég tek í höndina á Sænska sendiherranum (ég er nefnilega aaaalltaf að taka í höndina á honum).

Undanfarnar vikur hefur gripið mig eitthvað óeðli sem að ég á stundum erfitt með að ráða við. Ég hef þó ekki enn látið undan. Óeðlið er þó ekki mjög neikvætt en stundum dettur mér eitthvað í hug sem að mig langar að gera, sem væri stórfurðulegt og engum nema mér sjálfri til smánunar. T.d. langar mig alltaf þegar ég keyri ein fram hjá fólki, sem er að bíða eftir strætó, að stoppa fyrir framan það, bíða smá stund og skrúfa svo niður rúðuna og segja "Bíddu, eruð þið ekki að bíða eftir 11? Já, ég er 11". Já ég veit, þetta er ekkert það fyndið, en mér finnst þetta sjálfri svo óendanlega fyndið.

Svo vill það oft gerast í ræktinni að nokkrur massatröll (eða jafnvel wannabe-massatröll) eru að lyfta og allir eru að reyna að toppa hvorn annan. Einn tekur t.d. 25 kg. og þá verður næsti að taka 45 kg. Svo öskra þeir allir rosalega og blóta og reyna að vera karlmannlegir og sveittir með eurotrans tónlist í eyrnum, í wife-beater hlýrabolum og titrandi undan lóðunum því að í rauninni taka þeir bara 25. kg í bekkpressu en ekki 125 kg. Og alltaf þegar þetta gerist þá langar mig svo að fara og standa hjá þeim með mín 5 kg. í stuttermabol merktum Legó-keppninni að hlusta á Spilverk Þjóðanna og fara að öskra og blóta og þykjast vera með í keppninni hver er sterkastur. Mér finnst það sjálfri sjúklega fyndið en ég er ekki viss um að örðum myndi finnst það jafn fyndið og mér.

0 ummæli: