þriðjudagur, janúar 17, 2006

Hallelúja baby!

Yfirkonan mín var algjörlega í skýjunum eftir messuna til stuðnings samkynhneigðun í Fríkirkjunni á sunnudaginn. Hún talaði í sífellu um að henni hefði liðið svo vel í kirkjunni, andinn hefði verið svo góður og skemmtiatriðin alveg frábær. Ég sá fyrir mér að Nylon hefði komið og tekið einhvern sálm í nýrri poppaðri útgáfu og með í för hefði verið heill her af freestyle-dönsurum, einhver grínari (t.d. Pétur Jóhann eða Sveppi) hefði verið með semi-metnaðarfullt stand-up um stöðu samkynhneigðra innan kirkjunnar og undir lokin hefði Pétur Pókus komið og breytt vatni í vín og prestinum í hommsu í smá stund.

En nei, þá voru þetta bara einhver púkó söngatriði. Greinilegt að það ætti að ráða mig sem PR hjá einhverri kirkjunni. Ég væri búin að frelsa hálft landið á svipstundu.

0 ummæli: