Persónulegur annáll Ragnheiðar árið 2005Eins og ég sagði í ákaflega góðmennu teiti á gamlárskvöld, ég lít á árið 2005 sem tvö ár. 2005-a sem er sá hluti ársins sem ég bjó í Brasilíu og 2005-b, sá hluti ársins eftir að ég kom heim. Engu að síður ætla ég að reyna að sjóða þessu saman í einn annál.
Afrek ársinsÞessi flokkur gæti líka kallast stolt árins, The best of the year, Lífsreynslan o.s.frv. Brasilía, Brasilía. Ég fór ein og ég sigraði heiminn. Húrra fyrir mér.
Verstu fréttirnarÁ þessu ári missti ég bæði afa minn og ömmu. Þau voru bæði yndisleg, gáfu mér óteljandi margt og ég sakna þeirra voðalega.
Fallegasta andartakiðÞau hafa verið ansi mörg á þessu ári. Dansandi í rigningunni í Río, horfa á sólarupprás á Ipanema, öll litlu andartökin með uppáhaldsfólkinu mínu. En að snorkla innan um mörg hundruð litla kóralfiska, glitrandi í sólinni í nokkrar mínútur verður alltaf eitt af þessum andartökum sem ég efast um að hafi í alvöru átt sér stað.
Ótrúlegasta upplifunSigurrós í nóvemeber. Það er ekki hægt að flokka þetta sem tónleika. Þetta var svo miklu miklu meira.
Ungbarn ársinsÁsta Skúladóttir, elsku litla ljósið.
Orð ársinsÞó svo að grína gæti allt eins verið orð árins, þá held ég að smána hampi sigri þetta árið. Smána sig. Smáni smáni.
Ríma ársinsAllir áttu foreldra nema Urður, hún var útburður.
Drykkur ársinsGrænn kristall plús, latte og bjór voru vafalaust mest drukknir á árinu. En líkt og
Svanhvít segir. Caipirinha er og verður drykkurinn. Ég býð til Caipirinha teitis bráðlega.
Vefsíða ársinsMySpace. Hvernig er hægt að verða háður heimasíðu?
Skópör ársinsSkósafnið stækkaði og dafnaði um 15 pör á árinu. Þar á meðal þetta par.
Súrrealískasta mómentiðÉg vitna orðrétt í bloggið mitt, fimmtudaginn 28. apríl 2005
Ragnheidur: "Já, og hvad aetlaru svo ad vera lengi í Brasilíu?"
Ítalinn: "Einn og hálfan dag
Ragnheidur: "Ha? Afhverju svona stutt"
Tad ber ad taka frama d Santarém er úr leid og tad tekur svo gott sem tvo daga ad komast tangad frá ÍtalíuÍtalinn: "Já ég veit, tetta er svolítid klikkad, en ég kom hingad til ad fagna med vinum mínum"
Ragnheidur: "Já já, fagna hverju?"
Ítalinn: "Aei tad var verid ad kjósa mig umhverfisrádherra Ítalíu"
Farartæki ársinsBirdie, elskulega vespan okkar.
Fyndnasta myndinÆ ég veit ekki. Ég fer bara alltaf að hlægja.
Matur ársinsKjúklingur, matreiddur á hvaða hátt sem er. Kjúklingasalat, marineraður kjúklingur, kjúklingasamloka, grillaður kjúklingur, steiktur, heitur, kaldur.. allt nema hrár. Á næsti ári verður það væntanlega sushi.
Fylgihlutur ársinsGilmmer og gleraugu. Án nokkurs vafa.
Tónleikar ársinsÞað er ekki hægt að velja eina, svo að ég ætla að nefna sex (í engri sérstkari röð).
- Gus Gus, Airwaves. Þau eru roooosaelg
- Franz Ferdinand, Kaplakrika. Cool, as always.
- Hamrahlíðarkórinn, St. Paul's Basilica. Við vorum ótrúleg.
- Lenny Kravitz, Copacabanaströnd. Lenny er ekki í uppáhaldi. En upplifunin var rosaleg.
- Daníel Ágúst, Ariwaves og Íslensku Óperunni. Ég get ekki gert upp á milli.
- Ratatat, Airwaves. I've been rapping for about 17 years...
Bíómynd ársinsMe and You and Everyone We KnowMitt uppáhaldsfólkÞað er af svo ótrúlega mörgu að taka. En ég nefni bara eina stelpu og einn strák því að þau eru bæði ótrúleg og svo góð.

Já, allt í allt ,virkilega gott ár. Væntanlega með þeim eftirminnilegri. Það er þó gulltryggt að 2005-a mun seint eða aldrei gleymast.