laugardagur, desember 31, 2005

If nature didn't, Warner's will



Þessi mynd er óborganleg.

Stóð í gær í pissuröð á Kaffibarnum. Tvær gellur, sem höfðu líklegast verið svo drukknar að þær héldu að þær væru á Hverfisbarnum (kaffiBARINN, hverfisBARINN.. ekkert erfitt að rugla þessu saman), voru af miklum ákafa að reyna að sneika sér í röðina. Þær höfðu upprunalega sneikað sér fram fyrir okkur í röðinni úti. Við hinar, sem vorum í röð, vorum búnar að bíða ansi lengi því að þrjár selebstelpur þurftu að mála sig og ræða heimsmálin inni á klósetti. Stelpan á undan mér fer inn.

Gella eitt: "Ég er sko næst"
Ragnheiður: "Nei elskan mín, ég er næst. Þannig virkar röðin"
Gella eitt: "Þegiðu, ég er víst næst"
Ragnheiður: "Hey, þú sneikaðir þér fyrir framan mig í röðinni úti og ég er næst. Þú ert ekki á undan mér, þú ert að sneika þér í röðina" Sný mér að stelpunni fyrir aftan mig og held áfram að ræða við hana
Gella eitt: "Hey, ég er sko að tala við þig! Kanntu ekki að tala?"
Ragnheiður: (engan vegin game í eitthvað chick-fight) "Jú ég var að tala við þig rétt áðan"
Gella eitt: "Oh, OK, þú kannt ekki að tala! OK, kannt ekki að tala. Díses, hún kann ekki að tala. Ógeðslega glötuð, kann ekki að tala!"
Gella tvö: "Oh my god, bara ógessla halló gella sem kann ekki að tala!"

Mér fannt ég allt í einu vera í fimm ára bekk. Eða í klósettröðinni á Hverfisbarnum. Næsta þegar ég fór á klósettið vildu tvær systur endilega að ég kæmi með þeim. Sú eldri heimtaði síðan að ég fengi varalit hjá henni. Fyrst eyddi hún ca. tveimur min. í að setja á mig lip-liner. Svo setti hún á mig varalit. Þegar ég ætlaði að opna og fara fram dró hún bleik glimmer barbígloss uppúr töskunni og sagði mér að hún væri sko ekki búin. Og þá leið mér eins og ég væri að leika mér við litla fimm ára frænku og ég hefði leyft henni að mála mig.

Og nú bíð ég nýja ársins með eftirvæntingu. Og klára ársannálinn. Og bý til grímu.

0 ummæli: