Ég er tilnefnd. Mér finnst það gaman og vona innilega að það verði haldið partý.
Ég og Tobbi eyðum nú öllum tíma og pening í að fara á stórfenglega tónleika sem hlýja sálinni í skammdegismyrkrinu. Í gær var það hinn unaðslegi Daníel Ágúst og undurfagra Mr. Silla. Bæði voru svo ótrúleg að við röltum út í óútskýranlegri vímu sem entist allt kvöldið yfir rauðvíni, bjór og gleði. Á morgun verður það Jólagrautur meistara Mugison, Trabant og Hjálma. Og að sjáfsögðu Gusgus á laugardaginn. Ég þarf ekkert að útskýra þau neitt nánar. Þið vitið að ég elska þau. Þetta er allt meira en gott og blessað og svíf ég um á bleiku tónleikaskýi. Tobbi er bestur í heimi og Karól sem kemur heim á þriðjudaginn. Ójá, hamingjan er ekki leiðinleg.
Annars var ég að hugsa það í gær hvað mér finnst merkilegt hvað konum er mikið í mun um að enginn heyri í sér pissa. Gefum okkur að það séu fimm básar inni á klósetti og nokkrar konur séu að bíða eftir að komast á klósettið. Samt heyrist enginn pissa. Nú er ég enginn pissuperri sem verður óstórnlega æstur við pissuhljóð og ligg ekki á hleri á klósettum en samt finnst mér þetta svo merkilegt. Afhverju er okkur svona mikið í mun um að láta engann heyra að við séum að pissa? Eins og hinar sem standa frammi í röð viti ekki að það sé verið að pissa í klósettið? Ekki erum við að fara þarna inn til þess að klóra okkur í rassinum (kannski sumir) eða skrifa jólakort. Og af því að við erum að vanda okkur svo mikið að láta engann heyra að við séum að pissa en erum samt alveg í spreng, erum við helmingi lengri á klósettinu fyrir vikið (sérstaklega þær sem að þurfa líka á klóra sér í rassinum). Já, ég segi bara að allir pissi eins og þeir pissa. Og ekkert vesen.
0 ummæli:
Skrifa ummæli