mánudagur, mars 28, 2005

Lífid í Brasilíu - 3. kafli
Af nofnum

Sídan ég kom til Brasilíu er ég búin ad endurtaka nafnid mitt a.m.k. 75.386 sinnum. Tad er svo sem skiljanlegt, tví eins og ég hef ádur sagt, tá er tad óframberanlegt fyrir hvern tann sem ekki talar íslensku. Ég nenni ekki einu sinni ad stafa tad ef ég kemst hjá tví. Ég geng t.d. undir nafninu Ada Tyler á snyrtistofunni minni hér í Rio. En Ragnheidur Sturludóttir er meikar allavega sens sem íslenskt nafn. Annad má segja um nofnin hér. Tau eru stundum alveg óborganleg. Oftast eru tau tekin beint upp úr ensku og borinn fram med portúgolskum hreim.

Michael: "Ég sagdi mommu minni frá tér"
Ragnheidur: "En gaman"
Michael: "Ég sýndi henni nafnid titt. Hún er mjog hrifin af odruvísi nofnum. Ég heiti t.d. Michael Douglas"
Ragnheidur: "Ha? Eins og leikarinn?"
Michael: "Já einmitt. Og systir mín heitir Sionara"
Ragnheidur: "Eins og bless a japonsku?"
Michael: "Já, einmitt"

Michael Douglas er einn af strákunum sem ég kenni. Enn fremur kenni ég Michael Allen (já einmitt, eins og hinn leikarinn), Robinson, Jeffreyson, Edinson, Walter, Suellen, Rosymary (borid from Hosímerí), Junior, Fortunado, sem vill láta kalla sig Fortune, Rossevelt og Americo. Ég kenni m.a.s. stelpu sem heitir Pamela Anderson, en hún notar eingongu Pamela. Ég kenni líka einum strák sem er hommi og svarar eingonu nafninu Honey (ég á enn eftir ad sjá hvort hann notar stráka- eda stelpuklósettid). Og fyrir utan tau sem ég kenni tá hef ég einnig hitt Washinton, Disney og Walt Disney.

Og forseti Brasilíu er kalladur Lula af heimamonnum. Sem týdir smokkfiskur!

Tannig ad ef ég sest ad hér í Brasilíu tá hef ég ákvedid ad skíra krakkana mína e.t.v. Iceland, Fjórtán, Foxpictures, Behave (tá tarf madur ekki ad segja John behave, bara behave), Ègerbest, Frans Ferdinand eda hvad annad sem mér dettur í hug. Allt virdist jú haegt!

0 ummæli: