miðvikudagur, október 13, 2004

Hjólið mitt og ég

Í dag reyndi ég að gerast hjólakona. Það gekk ekki vel. Ég barðist við vindinn úti á Nesi sem var svo mikill að ég þurfti að leggja mig alla fram við að hjóla niður brekku. Á endanum gáfumst við hjólið upp og tókum strætó niður í bæ. Þegar ég hjólaði heim var rokið hætt. Í staðinn hjólaði ég á menn sem voru á gangi fyrir framan Jón Sigurðson og datt af hjólinu. Ég var heldur vandræðaleg þegar ég bað þá afsökuna. Þeir voru hressir. Ég heimta:

a) eilífan meðbyr
b) eilíft niður í móti, líka á bakaleiðinni. Það er miklu skemmtilegra
c) ekkert fólk sem hægt er að hjóla á
d) rautt hjól með brúnni bastkörfu

Annars ætla ég að geyma blogg í boði samtals okkar Mörtu og Hrafnhildar. Ég ætla að fá að útfæra það aðeins betur.
Bless

0 ummæli: