Þegar haldið er út að borða eru nokkrir mikilvægir hlutir sem hafa ber í huga.
- Ekki fara út að borða eða út á meðal fólks ef þú baðar þig ekki reglulega. Og ef það er almennt vond lykt af þér, jafnvel þó að laugun sé regluleg, þá skaltu ekki fara út að borða.
- Sama á um fólk sem er andfúlt. Vinsamlegast vertu heima hjá þér ef þú burstar ekki tennurnar reglulega, átt við einhvern rotnandi meltingarfærasjúkdóm að stríða eða ert bara andfúll yfir höfuð.
- Ekki fara út að borða ef þú ert haugadrukkinn. Þá geturðu farið á Kaffi Austurstræti, Pravda eða á Hlemm.
- Ef pappírservétta er á borðum veitingarhússins, vinsamlegast ekki snýta þér í hana og skilja hana svo eftir á borðinu. Það er ógeðslegt helvísit subban þín!
- Ef þú færð þér tannstöngul og hann er ógeðslegur eftir notkun þá máttu taka hann með þér heim. Þjónarnir vilja ekki eiga hann.
- Ekki segja brandari eins og "Við erum vistmenn á Kleppi" og "Má ég fá reikninginn svo að ég geti byrjað að vaska upp". Það er löngu dottið úr tísku.
- Ekki spyrja heimskra spurninga. Nokkru dæmi um heimskar spurningar sem bjóða upp á heimsk svör
- (Þegar verið er að panta) "Er þetta gott?" ---> "Nei þetta er ógeðslega vont, og alltof dýrt. Farðu bara eitthvað annað"
(Um þrjúleytið) "Hvað eruð þið með á boðstólnum?" ---> "Nú við erum með t.d. með hádegisverðaseðil. Á honum er súpa dagsins, fiskisúpa... (korteri síðar þega rbúið er að þilja upp hádegisseðil, kaffiseðil og a la carte seðil) og síðasti desertinn á desertseðlinum er Tiramisú. Viltu líka heyra vínlistann og kokteillistann?"
(Þegar verið er að panta) "Hvað segiru, tekur þetta langan tíma" ---> "Já, mjög langan tíma. Ef þú ert heppin færðu matinn eftir svona tvo tíma"
- Skildu eftir 1000 kr. á borðinu handa þjóninum. Hann á það skilið
0 ummæli:
Skrifa ummæli