miðvikudagur, apríl 28, 2004

Kjánalegt líf

Pæliði í því hvað lífið getur verið ósanngjarnt. Ég kann ekki að spila hakkísakk (er reyndar að vinna í því) en ég veit um strák sem er einfættur og getur spilað hakkísakk. Mér finnst mjög ósanngjarnt að ég geti ekki spilað hakkísakk. Og mér finnst ótrúlega ósanngjarnt að hann sé einfættur. Svo finnst mér líka ósanngjarnt að það séu stríð í heiminum, að lítil börn deyji úr hungri og séu látin vinna þrælavinnu, að fólk sé hneppt í kynlífsþrældóm, að fólk þurfi að upplifa ofbeldi daglega o.fl.

Annars er frekar illt í efni vegna þess að ég var sú eina af The Ts sem fékk miða. The Ts (sem hefði samastaðið af sjálfri mér, , Þorleifi og Herra Beikoni hefði allt farið samkvæmt óskum) átti sko að vera bjórklúbbur sem hittist reglulega, drakk bjór og hlustaði á bönd í line-uppinu til þess að hita sig upp fyrir T in the Park. En núna á ég s.s. miða og ætla ekki ein. Vill einhver kaupa miðann eða fara með mér?

Og í gær sá ég mann í sjónvarpinu sem söng hærra en ég á besta degi. Og á virkilega góðum degi næ ég upp á h (það hefur reyndar bara gerst tvisvar, en gerst engu að síður).

Annars ætla ég að lýsa því opinberlega yfir að ég ætla aldrei aftur að taka myndir í fermingarveislu. Allavega ekki fram að næstu fermingum. Verð að fara að sofa svo að ég geti klárað þetta ******* albúm. Bless

0 ummæli: