Bendi á þetta.
Svo er ég farin að sofa.
þriðjudagur, október 28, 2003
Af ýmsu
Ég var að koma heim eftir tólf tíma í myrkrakompunni. Þar af eyddi ég þremur tímum með Þjóðverja sem býr hér á landi og leigir aðstöðuna í skólanum. Við ræddum allt milli himins og jarðar; iPod-inn hans, ljósmyndaverslanir í Reykjavík, verðlagningu, vatnið á Íslandi, ferðalög um heiminn, auglýsingagerð, mismunandi staðla eftir heimsálfum, hvað fólk gerir til þess að lifa af mánuðinn o.s.frv. Hins vega hef ég ekki grænan grun um hvað maðurinn heitir. Það barst aldrei til tals.
Kötturinn minn er örugglega orðinn þunglyndur. Hann vil éta allan daginn. Fyrir stuttu hélt ég að hann væri með alzheimer en svo virðist ekki vera því að hann vælir alltaf enn aumingjalegra og hærra eftir því sem maður nálgast eldhúsið (má jafnvel líkja þessu við feluleikinn "Heitt og kalt") og róast allur og steinheldur kjafti þegar honum hefur verið gefið að borða.
Já og ég er er að ná því að juggla í stöðugri hreyfingu með þremur boltum. Húrra fyrir því!
Ég var að koma heim eftir tólf tíma í myrkrakompunni. Þar af eyddi ég þremur tímum með Þjóðverja sem býr hér á landi og leigir aðstöðuna í skólanum. Við ræddum allt milli himins og jarðar; iPod-inn hans, ljósmyndaverslanir í Reykjavík, verðlagningu, vatnið á Íslandi, ferðalög um heiminn, auglýsingagerð, mismunandi staðla eftir heimsálfum, hvað fólk gerir til þess að lifa af mánuðinn o.s.frv. Hins vega hef ég ekki grænan grun um hvað maðurinn heitir. Það barst aldrei til tals.
Kötturinn minn er örugglega orðinn þunglyndur. Hann vil éta allan daginn. Fyrir stuttu hélt ég að hann væri með alzheimer en svo virðist ekki vera því að hann vælir alltaf enn aumingjalegra og hærra eftir því sem maður nálgast eldhúsið (má jafnvel líkja þessu við feluleikinn "Heitt og kalt") og róast allur og steinheldur kjafti þegar honum hefur verið gefið að borða.
Já og ég er er að ná því að juggla í stöðugri hreyfingu með þremur boltum. Húrra fyrir því!
laugardagur, október 25, 2003
Eftir að ég byrjaði á Lækjarbrekku þá gerði ég mér grein fyrir því að í fáum stéttum landsins er lagt jafnmikið upp úr því að hrekkja fólk og í veitingarbransanum. Ég var t.d. einu sinni beðin um að fara út og kveikja á útikertinu. Rokið var svo mikið að eitt tréið bak við Lækjarbrekku hafði fokið um koll. Og ég féll á heimskuprófinu og fór að leita að kerti. En þetta er afskaplega lítið miðað við þá hrekki sem við ræddum í gær eftir vinnu.
Ein stelpa sem var nýbyrjuð á vetingastað hér í bæ, var send út í frysti að skúra hann, með mjög heitu vatni... sem hún og gerði.
Á Glaumbar var nýtt fólk einu sinni alltaf beðið um að fara niður á Gauk að láta lækka í græjunum. Einnig höfðu eldri starfsmenn fundið upp ímyndað tæki ætlað til þess að ná upp limesneiðinni úr Corona flöskunum eftir að bjórinn hafði verið drukkinn og nýja fólkið var iðulega sent hingað og þangað að ná í þetta tæki. Þeim var líka alltaf sagt að dj-inn væru á bak við stóra spegilinn og í flest öllum tilfellum mátti sjá nýja fólkið liggja og banka á spegilinn í von um að fá óskalag.
Á Café Óperu var nýr þjónanemi einu sinni sendur upp á loft og látinn leita í tæpa fimm klukkutíma að svokölluðum "vinstrihandarbollum"
Á Lækjarbrekku var nýr þjónanemi einu sinni beðinn um að smakka nýtt konfekt sem var í rauninni súkkulaðihjúpaður hákarl. Eftir það var hann alltaf kallaður Moli. Fátt toppar þó drenginn sem ætlaði sér að læra þjóninn og féll fyrir öllum brögðunum. Hann var, á einum degi, sendur á Humarhúsið að ná í vakúm því að það þurfti að vakúmpakka mat sem einhver ætlaði að taka með sér. Hann hljóp út um allan bæ í leit að "desertpressu". Hún var til á Caruso. Stuttu seinna hljóp hann aftur út um allan bæ í leit að "pizzabótum". Þær reyndist einstaklega erfitt að fá, enda ekki furða.
Ein stelpa sem var nýbyrjuð á vetingastað hér í bæ, var send út í frysti að skúra hann, með mjög heitu vatni... sem hún og gerði.
Á Glaumbar var nýtt fólk einu sinni alltaf beðið um að fara niður á Gauk að láta lækka í græjunum. Einnig höfðu eldri starfsmenn fundið upp ímyndað tæki ætlað til þess að ná upp limesneiðinni úr Corona flöskunum eftir að bjórinn hafði verið drukkinn og nýja fólkið var iðulega sent hingað og þangað að ná í þetta tæki. Þeim var líka alltaf sagt að dj-inn væru á bak við stóra spegilinn og í flest öllum tilfellum mátti sjá nýja fólkið liggja og banka á spegilinn í von um að fá óskalag.
Á Café Óperu var nýr þjónanemi einu sinni sendur upp á loft og látinn leita í tæpa fimm klukkutíma að svokölluðum "vinstrihandarbollum"
Á Lækjarbrekku var nýr þjónanemi einu sinni beðinn um að smakka nýtt konfekt sem var í rauninni súkkulaðihjúpaður hákarl. Eftir það var hann alltaf kallaður Moli. Fátt toppar þó drenginn sem ætlaði sér að læra þjóninn og féll fyrir öllum brögðunum. Hann var, á einum degi, sendur á Humarhúsið að ná í vakúm því að það þurfti að vakúmpakka mat sem einhver ætlaði að taka með sér. Hann hljóp út um allan bæ í leit að "desertpressu". Hún var til á Caruso. Stuttu seinna hljóp hann aftur út um allan bæ í leit að "pizzabótum". Þær reyndist einstaklega erfitt að fá, enda ekki furða.
fimmtudagur, október 23, 2003
Alhliða ráðgjöf - vandamálalausnir eitt
Mér fannst algerlega nauðsynlegt að lesendur, sem ekki skoða kommentinn, sæju hve auðveldlega ég leysi hvaða vandamál sem er. Borist hafa tvö vandamál.
Ég er á túr. Leystu það...
Margrét Maack
Kæra Margrét
Best er að kaupa sér tæplega 24 pakka af pillunni. Pillan er hormónapilla fyrir konur sem gerir það að verkum að þær verða ófrjóar tímabundið. Taka skal eina töflu á dag, alltaf virka töflu (á sumum spjöldum eru nefnilega gervitöflur). Þegar spjaldið klárast þá byrjar þú strax á næsta spjaldi (og ef gervitöflur eru á spjaldinu þá skaltu sleppa þeim). Þetta skaltu gera við alla pakkana. Þá ferðu ekki á túr a.m.k. næstu 6 árin. Þá ættirðu að vera tilbúin til þess að eignast barn og getur þessvegna hætt á pillunni tímabundið.
Ef það virkar ekki þá skaltu einfaldlega fjarlægja eggjastokkana.
Annars verður þú örugglega í fangelsi fyrir að hafa hellt hundruðir unglinga blindfull í teiti þar sem engin var yfir tvítugt og þá átti skilið að fara á túr, það stendur í lögum
Gangi þér vel!
Ragnheiður
____________________________________
Kæra Ragnheiður.
Ég týni öllu! Núna er ég búin að týna (á síðustu þremur vikum) símanum mínum, úlpunni minni, kortinu mínu, uppáhalds flíspeysunni minni, lyklunum að skátaheimilinu mínu, ökuskírteininu mínu.... og svo mætti allt of lengi telja.
Hvað finnst þér að ég ætti að gera?
Inga Rolla
Kæra Inga Rolla.
Ég hefi lengi átt við þetta vandamál að stríða. Ég er með tvær lausnir fyrir þig.
Lausn A
Fáðu þér hlý og góð ullarnærföt. Brækurnar þurfa að vera þannig gerðar að hægt sér að fara á klósettið án þess að fara úr þeim. Síðan skaltu fá þér mikið af góðum vír.
Þú byrjar á því að standa algerlega nakin og bera á þig mikið af teppalími. Síðan ferðu í ullarnærfötin. Nú tekur þú vírinn og bindur öll þau föt, sem þú getur hugsanlega gengið í á hverjum degi, föst við ullarnærfötinn. Síðan velurðu úr þeim hópi þau föt sem þú þarft. Því næst tekurðu símann, ökuskírteinið, kortið þitt, lyklana og annað sem þú þarft að nota og lóðar einn vír fastan við hvern hlut. Því næst festir þú hinn endann á vírnum í vasann á úlpunni þinni (þessari nýju þar sem hin er týnd).
Gleraugun á líka að líma föst við andlitið.
Virki þetta ekki þá skaltu snúa þér að næstu lausn
Lausn B
Ekki ganga í neinu, ekki eiga neitt, ekki vera í skátunum, hættu að keyra, borgaðu tæpar 4 milljónir fyrirfram í Bónus og hættu þar með að þurfa pening í lausaféi. Búðu svo í lundi í Öskjukhlíðinni svo að þú læsist aldrei úti.
Gangi þér vel!
Ragnheiður
Enn geta lesendur leitað til mín. Ég tek á hvaða vandamáli sem er.
Mér fannst algerlega nauðsynlegt að lesendur, sem ekki skoða kommentinn, sæju hve auðveldlega ég leysi hvaða vandamál sem er. Borist hafa tvö vandamál.
Ég er á túr. Leystu það...
Margrét Maack
Kæra Margrét
Best er að kaupa sér tæplega 24 pakka af pillunni. Pillan er hormónapilla fyrir konur sem gerir það að verkum að þær verða ófrjóar tímabundið. Taka skal eina töflu á dag, alltaf virka töflu (á sumum spjöldum eru nefnilega gervitöflur). Þegar spjaldið klárast þá byrjar þú strax á næsta spjaldi (og ef gervitöflur eru á spjaldinu þá skaltu sleppa þeim). Þetta skaltu gera við alla pakkana. Þá ferðu ekki á túr a.m.k. næstu 6 árin. Þá ættirðu að vera tilbúin til þess að eignast barn og getur þessvegna hætt á pillunni tímabundið.
Ef það virkar ekki þá skaltu einfaldlega fjarlægja eggjastokkana.
Annars verður þú örugglega í fangelsi fyrir að hafa hellt hundruðir unglinga blindfull í teiti þar sem engin var yfir tvítugt og þá átti skilið að fara á túr, það stendur í lögum
Gangi þér vel!
Ragnheiður
Kæra Ragnheiður.
Ég týni öllu! Núna er ég búin að týna (á síðustu þremur vikum) símanum mínum, úlpunni minni, kortinu mínu, uppáhalds flíspeysunni minni, lyklunum að skátaheimilinu mínu, ökuskírteininu mínu.... og svo mætti allt of lengi telja.
Hvað finnst þér að ég ætti að gera?
Inga Rolla
Kæra Inga Rolla.
Ég hefi lengi átt við þetta vandamál að stríða. Ég er með tvær lausnir fyrir þig.
Lausn A
Fáðu þér hlý og góð ullarnærföt. Brækurnar þurfa að vera þannig gerðar að hægt sér að fara á klósettið án þess að fara úr þeim. Síðan skaltu fá þér mikið af góðum vír.
Þú byrjar á því að standa algerlega nakin og bera á þig mikið af teppalími. Síðan ferðu í ullarnærfötin. Nú tekur þú vírinn og bindur öll þau föt, sem þú getur hugsanlega gengið í á hverjum degi, föst við ullarnærfötinn. Síðan velurðu úr þeim hópi þau föt sem þú þarft. Því næst tekurðu símann, ökuskírteinið, kortið þitt, lyklana og annað sem þú þarft að nota og lóðar einn vír fastan við hvern hlut. Því næst festir þú hinn endann á vírnum í vasann á úlpunni þinni (þessari nýju þar sem hin er týnd).
Gleraugun á líka að líma föst við andlitið.
Virki þetta ekki þá skaltu snúa þér að næstu lausn
Lausn B
Ekki ganga í neinu, ekki eiga neitt, ekki vera í skátunum, hættu að keyra, borgaðu tæpar 4 milljónir fyrirfram í Bónus og hættu þar með að þurfa pening í lausaféi. Búðu svo í lundi í Öskjukhlíðinni svo að þú læsist aldrei úti.
Gangi þér vel!
Ragnheiður
Enn geta lesendur leitað til mín. Ég tek á hvaða vandamáli sem er.
miðvikudagur, október 22, 2003
Alhliða fagráðgjöf
- Er vandamál með bílinn? Þvoðiru rauðan sokk með hvíta þvottinum og er nú allt bleikt? Deyja rósirnar strax? Datt hællinn af skónum? Færðu oft hausverk? Finnst þér lífið erfitt?
mánudagur, október 20, 2003
föstudagur, október 17, 2003
Nökkvi Páll kom hér til okkar í gær. Alveg er það merkilegt hvað manni þykir vænt um svona lítið kríli og hvað manni er hjartanlega sama um allt slef og gubb sem á mann fer.
Annars fer nú bara eitt í taugarnar á mér. Mamma mín og systir eru alveg æstar í að kalla mig móðu þegar einhverju er beint til Nökkva, þ.e. móðursystirin, móðan. Mér finnst þetta bara ekki nógu gott viðurnefni því að það minnir mig svo óneitanlega mikið á gufu og þá finnst mér að Nökkvi muni alast upp við það að halda að ég sé vitlaus.
Annars fer nú bara eitt í taugarnar á mér. Mamma mín og systir eru alveg æstar í að kalla mig móðu þegar einhverju er beint til Nökkva, þ.e. móðursystirin, móðan. Mér finnst þetta bara ekki nógu gott viðurnefni því að það minnir mig svo óneitanlega mikið á gufu og þá finnst mér að Nökkvi muni alast upp við það að halda að ég sé vitlaus.
fimmtudagur, október 16, 2003
Gudda gamla
Gudda ljóðskáld (sjá hér og hér) hefur ekki látið í sér heyra alltof lengi. Hún kemur mér til bjargar í dag þar sem ég er andlaus um líf mitt og þarf að gera milljón líffræðiskýrslur. Að því tilefni eru þetta líffræðiljóðinn hennar.
Ljóð eitt
M fyrir mjólkurkirtlar
B fyrir ber brjóst
G fyrir gyllinæð
Líffræði, ég þrái þig
Líffræði, ég þrái þig
The diversity of Life
í dag er enginn líffræði í lífi mínu
ég þokast áfram eins og gamall brunnur
dimmur, rakur og djúpur
þrái fyllingu
hér áður fyrr var líffræði mitt uppáhaldsfag
ég rannsakaði, prófaði og stundaði
ég fór oft í líffræðileik
Gudda ljóðskáld (sjá hér og hér) hefur ekki látið í sér heyra alltof lengi. Hún kemur mér til bjargar í dag þar sem ég er andlaus um líf mitt og þarf að gera milljón líffræðiskýrslur. Að því tilefni eru þetta líffræðiljóðinn hennar.
M fyrir mjólkurkirtlar
B fyrir ber brjóst
G fyrir gyllinæð
Líffræði, ég þrái þig
Líffræði, ég þrái þig
The diversity of Life
í dag er enginn líffræði í lífi mínu
ég þokast áfram eins og gamall brunnur
dimmur, rakur og djúpur
þrái fyllingu
hér áður fyrr var líffræði mitt uppáhaldsfag
ég rannsakaði, prófaði og stundaði
ég fór oft í líffræðileik
sunnudagur, október 12, 2003
Rosalega erum við mögnuð og róttæk. Ég lenti í harkalegum rifrildum í vinnunni eftir þessu friðsælu mótmæli (sem má lesa eilítið um hér) Lyktuðu mál svo að eftir að hafa barið allharkalega í uppvasksborðið með bakka og lýst því yfir hátt, snjallt og ákveðið "Jóhannes, ég missi hér með allt álit á þér ef að þú ætlar virkilega að segja mér að þér finnist vændi allt í lagi. Þá ertu þú viðbjóðslegur í mínum augum", þá steinhéldu kokkarnir kjafti utan þess sem þeir sögðu einstaka sinnum þegar ég kom inn í eldhús "Þetta er auðvitað alveg hræðilegt, aumingja fólkið sem lendir í þessu"
Mamma mín var líka að springa út stolti yfir þessu, heyrði þetta víst í hádegisfréttunum hjá RÚV á Akureyri ásamt allri Kvennakirkjunni. Ansi magnað það!
Ef að frumvarpið verður ekki samþykkt þá ætla ég persónulega að fara niður að Alþingishúsi og grýta þá sem eru móti þessu (*hóst*blátt*hóst*) með einhverju ógeðslegu. Ef að ég hef kjark til þess.
Og á enn frekari pólitískum nótum. Oft er sagt að gott sé að búa á Nesinu. Svona allt að því þegar D-listinn tekur sig til og stundar stjórnun sem þekkist einungis í Suður-Ameríku eða á nokkrum stað þar sem einræðisherrar ráða ríkjum. Ég ætla líka að grýta bæjarstjórann hérna ef ég safna kjarki til þess að grýta hina plebbakallana. Og þá ætla ég að grýta hann með allskona skóladóti til þess að leggja áhreslu á mál mitt.
Svo fer ég örugglega í fangelsi í nokkra daga.
Mamma mín var líka að springa út stolti yfir þessu, heyrði þetta víst í hádegisfréttunum hjá RÚV á Akureyri ásamt allri Kvennakirkjunni. Ansi magnað það!
Ef að frumvarpið verður ekki samþykkt þá ætla ég persónulega að fara niður að Alþingishúsi og grýta þá sem eru móti þessu (*hóst*blátt*hóst*) með einhverju ógeðslegu. Ef að ég hef kjark til þess.
Og á enn frekari pólitískum nótum. Oft er sagt að gott sé að búa á Nesinu. Svona allt að því þegar D-listinn tekur sig til og stundar stjórnun sem þekkist einungis í Suður-Ameríku eða á nokkrum stað þar sem einræðisherrar ráða ríkjum. Ég ætla líka að grýta bæjarstjórann hérna ef ég safna kjarki til þess að grýta hina plebbakallana. Og þá ætla ég að grýta hann með allskona skóladóti til þess að leggja áhreslu á mál mitt.
Svo fer ég örugglega í fangelsi í nokkra daga.
laugardagur, október 11, 2003
Kjánalegar leiðbeiningar
Ég var að pæla í því um daginn afhverju það fylgja leiðbeiningar með hverjum einasta pakka af túrtöppum. Þetta er svo fáránlega mikið magn af pappír og það er ekki eins og maður gleymi því hvernig eigi að nota þetta eða geti notað þetta vitlaust. Og leiðbeiningarar eru líka alveg fáránlegar. Þetta tól er nú bara svona kommon sens í notkun. Mér finnst að það ætti að vera einn pakki sem héti "begginers pack" þá þyrfti ekki að eyða jafn miklum regnskógum í þessar blessuðu leiðbeiningar.
Já og hvað er málið með "Please never foget to remove last tampoon after period has ended?". Ég er nokkuð viss um að það sé til eitthvað lögfræði mál í Ameríku þar sem einhver bara gleymdi þessu og komst að því mánuði seinna.
Ég bara varð að koma þessu frá mér, takk fyrir.
Ég var að pæla í því um daginn afhverju það fylgja leiðbeiningar með hverjum einasta pakka af túrtöppum. Þetta er svo fáránlega mikið magn af pappír og það er ekki eins og maður gleymi því hvernig eigi að nota þetta eða geti notað þetta vitlaust. Og leiðbeiningarar eru líka alveg fáránlegar. Þetta tól er nú bara svona kommon sens í notkun. Mér finnst að það ætti að vera einn pakki sem héti "begginers pack" þá þyrfti ekki að eyða jafn miklum regnskógum í þessar blessuðu leiðbeiningar.
Já og hvað er málið með "Please never foget to remove last tampoon after period has ended?". Ég er nokkuð viss um að það sé til eitthvað lögfræði mál í Ameríku þar sem einhver bara gleymdi þessu og komst að því mánuði seinna.
Ég bara varð að koma þessu frá mér, takk fyrir.
föstudagur, október 10, 2003
Af vekjaraklukkum
Ég get aldrei vaknað við vekjaraklukkur. Í nótt var ég svo hrædd um að vekjaraklukkan mín myndi ekki hringja að ég vaknaði á hálftímafresti og hélt ég hefði sofið yfir mig. Þegar hún hringdi loksins þá varð ég svo fegin að hún hefði hringt að ég svaf á mínu græna eyra til 9.55. Ég átti að vera mætt í (*******) vinnuna kl. 10.00
Ef að ég réði öllu...
... þá hefði maður alltaf stjórn á sér til þess að borða aðeins nammi á laugardögum og einungis fyrir 100 kr. Eða þá að nammi væri bara ofboðslega hollt fyrir líkamann
... þá myndi rúmið mitt hristast mjög óþægilega þegar ég ætti að vakna svo að ég gæti alls ekki sofið lengur því að ég skoppaði alltaf fram úr. Svakalega er þetta góð uppfinning. Verst að ég get ekki tekið þá í Nýsköpunarkeppninni
... þá gæti ég tekið þátt í Nýsköpunarkeppninni.
Ég get aldrei vaknað við vekjaraklukkur. Í nótt var ég svo hrædd um að vekjaraklukkan mín myndi ekki hringja að ég vaknaði á hálftímafresti og hélt ég hefði sofið yfir mig. Þegar hún hringdi loksins þá varð ég svo fegin að hún hefði hringt að ég svaf á mínu græna eyra til 9.55. Ég átti að vera mætt í (*******) vinnuna kl. 10.00
Ef að ég réði öllu...
... þá hefði maður alltaf stjórn á sér til þess að borða aðeins nammi á laugardögum og einungis fyrir 100 kr. Eða þá að nammi væri bara ofboðslega hollt fyrir líkamann
... þá myndi rúmið mitt hristast mjög óþægilega þegar ég ætti að vakna svo að ég gæti alls ekki sofið lengur því að ég skoppaði alltaf fram úr. Svakalega er þetta góð uppfinning. Verst að ég get ekki tekið þá í Nýsköpunarkeppninni
... þá gæti ég tekið þátt í Nýsköpunarkeppninni.
fimmtudagur, október 09, 2003
Ef ég réði öllu...
... þá myndi mannfólkið ekki fá endajaxla. Þar með væru allir lausir við að kvíða fyrir því að fara einhvertíman í endajaxlatöku, lausir við að láta tannlækninn segja sér í 2 ár að bráðum þyrfti að taka endajaxlana og lausir við það í 3 ár að heyra tannlækninn segja að það ætti að vera löngu búið að taka endajaxlana. Svo þyrfti engin að kvíða fyrir því í 29 daga að nú ætti í alvöru að taka helvítis endajaxlana.
... þá væri sér tími á hverjum degi fyrir fólk sem þarf endilega að keyra á 0.2 km. hraða á vinstri akgrein. Eða jafnvel að það væri sér akrein fyrir mig út um allan bæ. Svo gæti útvalið fólk fengið lánaðar þær akreinar sem ég væri alls ekki að nota þann daginn.
... þá væru mannvonnska, ofbeldi og allt sem flokkast undir það, stríð, græðgi og annað neikvætt kortlagt á gengakortinu hjá Kára í DeCode og öll þau gen fjarlægð úr fóstrum áður en frekari þróun ætti sér stað. Og það væri alveg hægt ef ég réði, sama hvað læknisfræðilegar rannsóknir segja núna þegar ég ræð ekki. Og það er bannað að mótmæla þessu því á þessu bloggi þá ræð ég.
Ég hugsa að þetta verði fastur liður, ég er búin að pæla svo mikið í þessu síðustu daga.
... þá myndi mannfólkið ekki fá endajaxla. Þar með væru allir lausir við að kvíða fyrir því að fara einhvertíman í endajaxlatöku, lausir við að láta tannlækninn segja sér í 2 ár að bráðum þyrfti að taka endajaxlana og lausir við það í 3 ár að heyra tannlækninn segja að það ætti að vera löngu búið að taka endajaxlana. Svo þyrfti engin að kvíða fyrir því í 29 daga að nú ætti í alvöru að taka helvítis endajaxlana.
... þá væri sér tími á hverjum degi fyrir fólk sem þarf endilega að keyra á 0.2 km. hraða á vinstri akgrein. Eða jafnvel að það væri sér akrein fyrir mig út um allan bæ. Svo gæti útvalið fólk fengið lánaðar þær akreinar sem ég væri alls ekki að nota þann daginn.
... þá væru mannvonnska, ofbeldi og allt sem flokkast undir það, stríð, græðgi og annað neikvætt kortlagt á gengakortinu hjá Kára í DeCode og öll þau gen fjarlægð úr fóstrum áður en frekari þróun ætti sér stað. Og það væri alveg hægt ef ég réði, sama hvað læknisfræðilegar rannsóknir segja núna þegar ég ræð ekki. Og það er bannað að mótmæla þessu því á þessu bloggi þá ræð ég.
Ég hugsa að þetta verði fastur liður, ég er búin að pæla svo mikið í þessu síðustu daga.
miðvikudagur, október 08, 2003
Í talhólfinu mínu...
... hljóma skilaboð á þessa leið: "Sæl Ragnheiður. Óli Björn frændi þinn hérna. Bekkurinn minn er að fara til Englands á næsta ári og við erum að selja klósettpappír og eldhúsrúllur af því tilefni. Hringdu ef þig vantar eitthvað."
Ég var að hugsa um að hringja og bjóða honum að skipta við mig á Hamrahlíðarkórsklóaranum mínum eða að selja hann fyrir mig í leiðinni. Verst er að ég á engan frænda sem heitir Óli Björn og veit því ekkert hvernig ég á að nálgast hann.
Og svona áður en ég hleyp í skólann minn þá vil ég segja að Gling Gló er alveg hreint mögnuð plata. Já og Kristján, a.k.a. DerEx. Afsakaðu böggið bara og takk fyrir myndirnar. Rosalega get ég verið ófótógenísk.
... hljóma skilaboð á þessa leið: "Sæl Ragnheiður. Óli Björn frændi þinn hérna. Bekkurinn minn er að fara til Englands á næsta ári og við erum að selja klósettpappír og eldhúsrúllur af því tilefni. Hringdu ef þig vantar eitthvað."
Ég var að hugsa um að hringja og bjóða honum að skipta við mig á Hamrahlíðarkórsklóaranum mínum eða að selja hann fyrir mig í leiðinni. Verst er að ég á engan frænda sem heitir Óli Björn og veit því ekkert hvernig ég á að nálgast hann.
Og svona áður en ég hleyp í skólann minn þá vil ég segja að Gling Gló er alveg hreint mögnuð plata. Já og Kristján, a.k.a. DerEx. Afsakaðu böggið bara og takk fyrir myndirnar. Rosalega get ég verið ófótógenísk.
mánudagur, október 06, 2003
Þessi hluti færslunar er tileinkaður Uglu
Mér er illt í maganum. Ég vona að ég þurfi ekki að gubba.
Þessi hluti færslunnar er ekki tileinkaður Uglu sérstaklega
Ég ætlaði að blogga um hvað ég myndi gera á ef ég réði öllu, en ég er þreytt og ætla bara að láta mig dreyma um hvað ég myndi gera ef að ég réði öllu.
Þetta er skilaboðahluti bloggsins
Skúli fyrirgefðu að ég var dónaleg við þig á föstudaginn.
DereX drífðu í þessu myndadóti maður!
Bragi laga síðuna, ég hef ekkert að lesa.
Bragi eða Kalli hvað er aftur slóðin á Pie kallana?
Þetta er lélegt blogg
Sjá að ofan.
Mér er illt í maganum. Ég vona að ég þurfi ekki að gubba.
Þessi hluti færslunnar er ekki tileinkaður Uglu sérstaklega
Ég ætlaði að blogga um hvað ég myndi gera á ef ég réði öllu, en ég er þreytt og ætla bara að láta mig dreyma um hvað ég myndi gera ef að ég réði öllu.
Þetta er skilaboðahluti bloggsins
Skúli fyrirgefðu að ég var dónaleg við þig á föstudaginn.
DereX drífðu í þessu myndadóti maður!
Bragi laga síðuna, ég hef ekkert að lesa.
Bragi eða Kalli hvað er aftur slóðin á Pie kallana?
Þetta er lélegt blogg
Sjá að ofan.
sunnudagur, október 05, 2003
Pæling
Ætli það verði einhvertímann fundin upp ný tegund að fötum? Þá er ég ekki að tala um jakka sem sér um lyfjagjöf eða skó sem ganga sjálfir. Og ég er ekki að tala um eitthvað eins og sokkabrjóstahaldara. Ég meina eitthvað gjörsamlega nýtt. T.d. nefskjól eða geirvörtuhúfa eða puttalopi. Ég trúi ekki að fataiðnin sé svo úrelt og gamaldags að það sé ekki hægt að finna upp nýja flík.
Ætli það verði einhvertímann fundin upp ný tegund að fötum? Þá er ég ekki að tala um jakka sem sér um lyfjagjöf eða skó sem ganga sjálfir. Og ég er ekki að tala um eitthvað eins og sokkabrjóstahaldara. Ég meina eitthvað gjörsamlega nýtt. T.d. nefskjól eða geirvörtuhúfa eða puttalopi. Ég trúi ekki að fataiðnin sé svo úrelt og gamaldags að það sé ekki hægt að finna upp nýja flík.
föstudagur, október 03, 2003
Líf mitt sem ljósmyndanemi
Af gefu tilefni vil ég taka fram að mér finnst þetta hlægilegt og er síður en svo að missa alla von. Ég vildi bara deila þessu með ykkur
- Ég á ekki ljósmæli. Öll verkefnin sem við gerum byggjast á notkun þessa blessaða tækis.
- Þrífóturinn minn er eldri en afi minn og erfiðari í notkun en fyrstu tölvurnar.
- Ég hef nú þegar, eftir tvö próf og tvö verkefni, miskilið eitt próf og eitt verkefni.
- Verkefnin sem ég hef klárað hafa verið frekar venjuleg og hugmyndasnauð.
- Ef Andra Fagra nyti ekki við þá kynni ég ekki að taka myndir á nýju fallegu myndavélina mína.
- Fyrir tæpum 20 min. síðan barði ég sjálfan mig alla harkalega í framan með nýju fallegu myndavélinni minni og sit nú með kaldan gelpoka til að ég bólgni ekki öll upp.
Hver ætlar svo að halda því fram að ég sé ekki efnileg!
Af gefu tilefni vil ég taka fram að mér finnst þetta hlægilegt og er síður en svo að missa alla von. Ég vildi bara deila þessu með ykkur
- Ég á ekki ljósmæli. Öll verkefnin sem við gerum byggjast á notkun þessa blessaða tækis.
- Þrífóturinn minn er eldri en afi minn og erfiðari í notkun en fyrstu tölvurnar.
- Ég hef nú þegar, eftir tvö próf og tvö verkefni, miskilið eitt próf og eitt verkefni.
- Verkefnin sem ég hef klárað hafa verið frekar venjuleg og hugmyndasnauð.
- Ef Andra Fagra nyti ekki við þá kynni ég ekki að taka myndir á nýju fallegu myndavélina mína.
- Fyrir tæpum 20 min. síðan barði ég sjálfan mig alla harkalega í framan með nýju fallegu myndavélinni minni og sit nú með kaldan gelpoka til að ég bólgni ekki öll upp.
Hver ætlar svo að halda því fram að ég sé ekki efnileg!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)