fimmtudagur, apríl 24, 2003

Gleðilegt sumar

Ég veit að sumarið er komið. Þó að ég hefi labbað heim, sólin hafi ekki látið sjá sig og ég sé tilfinningarlaus í tánum og puttunum, þá veit ég að sumarið er komið. Sumarið hjá mér kemur með Renault Daphne 1962, rjómahvítum á lit og ávallt nýbónuðum. Maðurinn sem á hann setur hann alltaf út þegar honum finnst sumarið komið og þá kemur sumarið hjá mér. Á veturna þarf bíllinn að húka inni í bílskúr en á sumrin fær hann að standa úti á götu frá 12.00 til 22.00 á hverjum degi. Maðurinn sem á hann keyrir ekkert um á honum, nema þá úr innkeyrslunni og út á götu og svo aftur til baka. Í mörg ár hef ég plottað hvernig bíllinn getur orðið minn, sérstaklega eftir að maðurinn gerði mér óvart þann heiður að setja bílinn út á afmælinu mínu.
Hinsvegar koma jólinn hjá mér með uppháum kokkahúfum en það er önnur saga sem ég segi í desember.

Mér finnst tvennt mjög pirrandi. Þegar...
... maður er með fullan munn af fiski og kannski kartöfulum og finnur fyrir beini sem reynist svo mjög erfitt að finna.
... maður tekur of seint eftir því að klósettpappírinn er búinn.

0 ummæli: