föstudagur, ágúst 29, 2003

Ég er farin til London, Kuala Lumpur og Filippseyja. Mér finnst að allir eigi að gera eins og Skördí og semja ljóð.

Dreymdi mig oft daga þá
deginum ég eyddi
Á fagurri Filipsseyjatá
og faðminn minn út breiddi.

Syngjandi mun ég stíga á land
sólin geilsar á kórinn
Komin í mitt kæra draumland
k(h)var mig dreymdi um vórinn*

Viljiði biðja Uglu um að senda mér sms með heimilisfangi svo að hún fái nú bréfið gæskann.
Takk og bless

*Færeyskt orð yfir þá mánuði þegar sumar og vor mætast

0 ummæli: