Af kraftaverkum
Ég hef jafnað mig að nokkru leiti eftir myndina. Ekki alveg, en að nokkru leiti þó. Allavega hef ég tekið gleði mína á ný en hef ákveðið að lesa mér til um þetta mál.
Hið undarlega gerðist á fimmtudaginn að ég hóf að tala þýsku. Jú jú, ég hef svo sem skilið málið en ekki getað talað það. En allt kom fyrir ekki og ég útskýrði fyrir þjóðverjum sem ekki höfðu lagt stund á hið yndislega mál, engilsaxnesku, að þeir væru að borða reyktan og grafin lunda og reykta gæs, karfa (já ég sagði það m.a.s. á þýsku) í humarsósu, húsvínin væru bæði meðalvín, ekki of sæt og ekki of þurr, rauðvínsglas og bjór kostaði 1350 kr. og úbbossí! Þú ert bara með 1150 kr. og það vantar 200 kr uppá. Í gær talaði ég svo ítölsku.
Skó(lista)safnið mitt (eins og Anna Pála kýs að kalla það) telur nú hátt í XX pör og lítur allt út fyrir að eitt enn parið muni bætast við um leið og ég hef fengið útborgað (fæ aldrei útborgað fyrr en 3. hvers mánaðar. Frekar fáránlegt kerfi). Í gær bættust allavega við tvö en hefðu verið þrjú ef buddann hefði leyft. Nóg af því. Ég var farin að njóta lífsins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli