mér er kalt í blóðinu, ef það er hægt. Allavega er mér kalt allstaðar nema á tánum! Ég tölti heim frá Gráa kubbnum eftir sálfræðipróf með henni Uglu ruglu sem var á barmi taugaáfalls, eða allaveg að jafna sig eftir að hafa verið á barmi taugaáfalls. Það var nokkuð skondið enda talar hún e.t.v. meira en ég.. Já það er víst hægt! Á miðju rölteríi hittum við Arnór nokkurn, son Boga þeirra bókar er situr um 4. sæti metsölubókalista Pennans. Hann (Arnór, ekki rithöfundapabbinn) er búin að lofa að hjálpa lúðamér með commentið asnalega og fleira. Vei fyrir því!
Svarti sauðurinn í familíunni minni var heimt úr helju í dag sama dag og hún varð tvítug. Hún fór í svaðilför til Egyptarlands í september og endaði í Indlandi fyrir viku. Vei fyrir því líka! Ef að ég hefði verið dugleg stúlkukind og drifið landsprófið af í vorinu er leið þá væri ég líka að koma heim úr ævintýraför. En maður fær víst ekki allt.
"... búin að gera ýmislegt, sofa undir berum himni með Bedúvínum, sjá pýramída, Súezskurðinn og Sínaískaga, klöngrast upp á Sínaífjall um miðja nótt og horfa á sólarupprásina af toppnum.."
Svona kort skal ég líka senda einn daginn (á náinni framtíð) Vei fyrir því líka!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli