Ég held að ég sé orðin stefnulaus. Ég hafði allavega alltaf þá stefnu að þótt að mér þætti gaman að lesa ókunnug blogg þá ætlaði ég aldrei að verða ókunnugur bloggari. En ég er að reyna að líta á björtu hliðarnar. Sko ég tala meira en eðlilegt er í daglegu lífi svo ég hugsa sem svo að ef ég tjái mig hér þá hlýtur eðlilegt tal að minnka eilítið í prósentum þar sem þær prósentur fara í tjáningu hér.. skiljú?
Ég get ekki opnað bók og farið að læra, jafnvel þó svo að ég sé að fara í tvö stór próf á föstudaginn. Ég opnaði reyndar líffræðibókina í gær.. á Stjörnutorgi í Kringlunni. Mæli eindregið með staðnum ef að þið viljið læra lítið og hlusta með mikilli athygli á gelgjurnar á næsta borði...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli